Ekkert partý

19 April, 2007 at 12:23 am (Líf og fjör)

Í kvöld átti ég að vera í partýi, það var búið að byggja upp smá stmmara og Eyjó hlakkaði til að fara. Ég var svona sultuslök fyrir þessu, en hélt að það væri gaman að fara að hitta þetta fólk. Þetta var sko vinnupartý- eða réttara sagt vaktarpartý hjá Eyjó og þar sem hann skipti um vakt á síðasta ári, þá þekki ég mjög fáa. En við allavega vorum búin að fá pössun og hvaðeina en í stað þess að hitta fólk og súpa veigar (áfengar eða óafengar) þá sit ég hér heima í joggaranum, lærandi og reyni að skemmta mér við bloggfærlsu. En hver er eiginlega ástæðan?

Jú vaktin hans Eyjós- eða réttara sagt allar vaktir eru dálítið bissý þennan daginn. Stórbruni í Reykjavík- eins og fyrirsagnir helsut fjölmiðla greindu frá í dag. Ég náttúrulega er alltaf jafn græn og vissi ekkert af þessu. Fór bara í minn sundtíma í dag og sá svo að Eyjó hafði reynt að hringja. Ég hringdi til baka í hann, en hann svaraði ekki svo ég kippti mér nú ekki upp við það- frekar en fyrri daginn. Ég fór í búð, sótti pjakkinn og á meðan að hann fór út að leika ákvað ég að skella í brauð og baka það. Svo kom kúturinn inn og vildi horfa á barnaefnið og þá fyrst sáum við hvað var að gerast. Bein útsending á báðum rásum og ég veit ekki hvað og hvað. Tengdó hringdi svo hér rétt fyrir kvöldmat til að kanna hvort hún ætti að koma að passa. Mér fannst það nú ólíklegt, miðað við að þá var ekki enn búið að slökka allan eld. Og það kom á daginn. Partýið sem átti að vera haldið í dag, hefur bara færst niður í miðbæ, þar sem stöðugur straumur vatns flæðir nú líka niður Laugaveginn. Eitthvað segir mér að Eyjó komi blautur, þreyttur og kaldur heim í nótt.

En á meðan fæ ég að gera ritgerð um Super, Krumboltz og starferilsþróun Eyjós, frá fjósamanni til slökkviliðsmanns. Gæti ekki hentað betur!

GLEÐILEGT SUMAR

SKELLIBJALLAN

Advertisements

Permalink 3 Comments

Páskarnir yfirstaðnir

13 April, 2007 at 11:35 pm (Líf og fjör)

Það er nú víst, og þetta voru hinir yndislegustu páskar. Ég gerði nákvæmlega ekki neitt af því sem ég hafði ætlað mér. En það sem ég hafði ætlað mér að gera tengdist allt lærdómi eða skóla og ég nennti því ekki. Naut þess bara að vera í frí og dúlla mér með familýjunni! Ég fór nú samt í búðina fyrir páska og keypti dýrindis mat sem ég ætlaði að elda, en viti menn, það eina sem var eldað alla þessa páska var súpa og brauð. Jamm, við vorum bara ekki í mat heima hina dagana.

En páskarnir eru svo sannarlega tími til að hitta fjölskylduna og gerði ég mikið af því. Á páskadagsmorgun, sátum við hér fjölskyldan í stofunni og jöpluðum á páskaeggjum og hrofðum á restina af barnaefninu. Svo brá mér nú heldur, þegar barnaefnið var tekið af dagskrá og sýnt frá handboltaleik Íslendinga við aðra ( sem ég man núna ekki hverjir voru). Fínt mál, en kom on- það var páskadagsmorgun og litlilr pjakkar eins og minn ekki alvega að kaupa þetta. En við horfðum nú á leikinn og reyndum að hvetja okkar menn áfram. En það var svo eftir leikinn sem ég missti gjörsamlega álit á dagskrágerð Ríkissjónvarpsins. Haldið þið ekki bara að fyrir hádegi á páskadagsmorgun hafi verið sýnt eitt það ósmekklegasta myndband miðað við tímasetningu og dag.  Lagið American Women hljómaði- eins undurfagurt og það nú er 😉 og myndbandið lét mig, þreytta húsmóður í vesturbæ Kópavogs skammast mín. Pjakkurinn litli varð hálf kindarlegur í framan og ég fann upp á einhverju fyrir hann að gera inni í herbergi. Ég trúði því ekki að sjónvarpið væri að sýna þetta mynband þennan dag og á þessum tíma. Yfirleitt eru það barnamyndbönd og lög sem hljóma. Ég meina, þetta var fyrir hádegi! Spurning hvort að verið var að höfða til æstra karlmann eftir leikinn. Maður spyr sig?

En jæja, úr því að páskarnir eru búnir og stutt eftir af skólanum, þá takur verkefnavinna og prófundirbúningu við núna. Eftir mánuð er þetta allt saman búið og ég veit vel að ég höndla þennan mánuð. Þetta verður bara gaman!

Svo veit ég ekkert hvað sumarið ber í skauti sér. Er búin að láta vita af mér á Lækjó og einnig frá ástandi mínu. Það getur verið að ég fari í tímavinnu þar, annars býst ég ekkert sérlega við að nokkur vilji ráða sumarafleysingu sem er ólétt, á von á sér í lok sumars og þarf í þokkabót að hætta að vinna um miðjan júlí því þá hættir pjakkurinn á leikskólanum og sumarfrí húsbóndans löngu liðið.

Anyway, ætlum að skella okkur í bústaðinn á morgun til tengsó. Fá smá sveitafíling svo Skellibjallan kveður að sinni. 

Permalink Leave a Comment