Ekkert partý

19 April, 2007 at 12:23 am (Líf og fjör)

Í kvöld átti ég að vera í partýi, það var búið að byggja upp smá stmmara og Eyjó hlakkaði til að fara. Ég var svona sultuslök fyrir þessu, en hélt að það væri gaman að fara að hitta þetta fólk. Þetta var sko vinnupartý- eða réttara sagt vaktarpartý hjá Eyjó og þar sem hann skipti um vakt á síðasta ári, þá þekki ég mjög fáa. En við allavega vorum búin að fá pössun og hvaðeina en í stað þess að hitta fólk og súpa veigar (áfengar eða óafengar) þá sit ég hér heima í joggaranum, lærandi og reyni að skemmta mér við bloggfærlsu. En hver er eiginlega ástæðan?

Jú vaktin hans Eyjós- eða réttara sagt allar vaktir eru dálítið bissý þennan daginn. Stórbruni í Reykjavík- eins og fyrirsagnir helsut fjölmiðla greindu frá í dag. Ég náttúrulega er alltaf jafn græn og vissi ekkert af þessu. Fór bara í minn sundtíma í dag og sá svo að Eyjó hafði reynt að hringja. Ég hringdi til baka í hann, en hann svaraði ekki svo ég kippti mér nú ekki upp við það- frekar en fyrri daginn. Ég fór í búð, sótti pjakkinn og á meðan að hann fór út að leika ákvað ég að skella í brauð og baka það. Svo kom kúturinn inn og vildi horfa á barnaefnið og þá fyrst sáum við hvað var að gerast. Bein útsending á báðum rásum og ég veit ekki hvað og hvað. Tengdó hringdi svo hér rétt fyrir kvöldmat til að kanna hvort hún ætti að koma að passa. Mér fannst það nú ólíklegt, miðað við að þá var ekki enn búið að slökka allan eld. Og það kom á daginn. Partýið sem átti að vera haldið í dag, hefur bara færst niður í miðbæ, þar sem stöðugur straumur vatns flæðir nú líka niður Laugaveginn. Eitthvað segir mér að Eyjó komi blautur, þreyttur og kaldur heim í nótt.

En á meðan fæ ég að gera ritgerð um Super, Krumboltz og starferilsþróun Eyjós, frá fjósamanni til slökkviliðsmanns. Gæti ekki hentað betur!

GLEÐILEGT SUMAR

SKELLIBJALLAN

Advertisements

3 Comments

 1. Ásdís said,

  Mér finnst stundum alveg yndislegt hvað fer framhjá þér 🙂

 2. skellibjalla said,

  Já einmitt, eins og þarna þegar Hringrásarbruninn var og ég skildi ekkert í því afhverju maðurinn kom ekki heim af næturvakt?

  Ég held að ég verði að fara að fylgjast meira með fréttum svona dags daglega.

 3. Þórunn Sigþ. said,

  Kvitt, kvitt og góða helgi 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: