Að loknum kosningum

16 May, 2007 at 10:07 am (Líf og fjör)

Ja hérna hér. Þetta voru nú aldeilis spennandi kosningar. Mér finnst einhvern veginn allir vera að tala um þær og að sjálfsögðu hafa allir myndað sér skoðun á þessu. Hvort sem það er rétt eða röng skoðun- að mínu mati, þá hafa nú allir rétt á skoðunum!

Ég verð nú að segja að fyrst svona fór, þá verður maður bara að gera gott úr þessu. Það eina sem ég vil sjá er að D og B flokkur sameinist ekki aftur í stjórn. D listinn má svo sem mynda stjórn- enda líka “sigurvegari” í kosningunum. Því ekki getum við sagt að B listi hafi unnið stórsigur- frekar meira svona verið rasskelltur á beran bossann. En ef D listi ætlar að mynda stjórn með einhverjum -í guðanna bænum ekki renna augum til Framsóknarmanna. Mér finnst það bara skítt!

Af hverju er það skítt spyr einhver! Jú, Framsókn var ekki alveg að gera sig, það hefur bara sýnt sig á síðusu árum og mánuðum og var staðfest með “dómi” þjóðarinnar. Sjaldan hef ég séð einhvern fá slíka útreið. En samt ekki misskilja mig, ég er gamall framsóknarmaður og hef aldrei borið neinn kala til þess flokks, en mér finnst úrslit kosninganna segja margt og mikið. Svona til að að skíta ekki Framsókn algjörlega út, þá er ég nú heldur ekkert alltof sátt við D listann, en verð bara að sætta mig við að meirihluti þjóðarinniar vill bara hafa óbreytt ástand, sem ég er ekki að fíla.

Og nú tek ég mér orð annars manns í munn (man ekkert hver sagði þetta og get því ekki getið heimilda) en þá má líkja þessu klúðri (það er fylgistapi B og fylgisaukningu D) við tvo óþekktarorma, þar sem annar ormurinn fær rasskellingu og skammir á meðan að hinn fær hrós. Og svo ætlar þeir að leika saman aftur. Ég segi nú bara, hvað er að Framsóknarmönnum að vilja fara í samstarf við D listann, þeir hafa málað þá út í horn, hrifsa allt hrós til sín um það sem hefur verið gert gott en skella öllu slæmu á Framsókn. Ja, hverjir eru skítalabbarnir í þessu?

En að stjórnarandstöðunni… huh hvar á ég að byrja.

Samfylkingin kom illa út úr þessum kosningum, það er á hreinu, þó svo að á tímabili á konsingarnótt hafi litið út fyrir annað. En hún tapaði fylgi, likt og Framsók- þó það væri ekki nærri því eins slæm útreið. Vinstri grænir tvöfölduðu fylgi sitt sem er frábært og þó svo að vinstri grænir séu lítill flokkur ennþá, þá eru þeir að mínu mati sigurvegarar og eiga hrós skilið fyrir frábært verk. En ég veit samt alveg að hann Steingrímur minn má nú passa stundum upp á málfarið og kommentin sem hann lætur út úr sér- ja bara svona eins og aðrir stjórnmálamenn.

Og svo eru það F og I flokkar- eigum við eitthvað að ræða það. Frjálslyndir héldu reyndar velli- eitthvað sem ég bjóst ekki við. En það eru margir á þeirra skoðunum og þannig er það. Auðvitað er margt í þeirra stefnuskrá sem er gott og blessað- en það eru bara önur málefni sem eru það ekki. Og svo hann Ómar Ragnarsson, sem hefur alltaf staðið sig með prýði í djóki og skemmtunum. Ég bara hreinlega get ekki tekið mannina alvarlega- ekki fræðilegur sko! Og með honum í för er flóttamaður úr Frjálslynda flokknum og fyrrverandi menningarfulltrúi Íslendinga í London- sem geri ekki baun í bala. En úrlsitin voru hálf skömmustulega fyrir þann flokk- en hey, einhvers staðar verður maður jú að byrja, ekki satt.

Er þotin í mæðró- get ekki skrifa meira í bili

Skellibjalla

Advertisements

Permalink 2 Comments

Gleymin.is

13 May, 2007 at 1:26 am (Líf og fjör)

Merkilegt hvað meðganga getur gert mann gleyminn. Ég hélt að það væri bara brjóstagjöfin sem hefði þessi áhrif- svokölluð “brjósaþoka” en nei nei þetta er víst líka tilfellið á meðgöngunni. Allavega hef ég lent í tveim ansi skemmtilegum dæmum. Til að mynda þá fór ég í brúðkaup í apríl og “gleymdi” eiginlega að ég væri ólétt og gæti þar af leiðandi ekki dansað jafn harkalega og áður- sérstaklega með tilliti til baks míns! En ég lét mig þó hafa það og dansaði eins og ég veit ekki hvað, þar til að bakið sagði STOPP og ég þurfti að sitja uppi á barnum það sem eftir lifði kvölds og dilla mér á bossanum.

Nú svo í dag, þá fórum við Tryggvi með mömmu, Gunna og Ragnhildi að kíkja á Risessuna og föður hennar. Bíaörtröðin var horror og við hefðum aldrei komist nálægt þeim, svo ég reif Trygga út úr bílnum og hóf að hlaupa á eftir Risessunni og halarófunni sem fylgi í kjölfarið, svo að drengurinn gæti nú séð þennan merkilega menningaratburð. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en við stoppuðum hvað mér var ill í maganum! Leit niður og sá þá bumbuna- hmmm ekki alveg að muna að ég væri ólétt, með bakverki og kannski ekki sniðugt að hlaupa meðfram Sæbrautinni. Var að drepast í verkjum langt fram eftir kvöldi og var komin með nafn á skottuna myndi hún fæðast þessa nótt- Kjörhildur- svona í tilefni kosninganna!!!

Annars bara verður fróðlegt að sjá hvernig kosningamálin fara, rétt áðan var Rískisstjórnin fallin en núna heldur hún velli. Held að maður ætti bara að fara að sofa og sjá hvernig staðan er í fyrram´lið, þetta verður sko rokkandi til og frá í alla nótt. En í lokin- hvað er málið með Júróvision. Er að hugsa um að hætta að gerast Euro-Fan, allavega svona þar til að ég endurskoða málin að ári!

Skellibjallan ólétta!

Permalink Leave a Comment

What?

10 May, 2007 at 11:44 pm (Líf og fjör)

Ákvað að tékka á kosningaskoðun minni rafrænt á http://xhvad.bifrost.is

Þetta var útkoman:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 56.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 18%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 70%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Íslandshreyfingarinnar!

Ekki beint svona mín skoðun eða minn flokkur. Gaman að vita hvernig þetta kemur út hjá öðrum. Sumt er nú samt alveg í takt, þ.e. að F, D og B flokkur séu í lægri kantinum- enda er ég ekki á þeirri línunni þetta árið!

  

                                                   

Permalink Leave a Comment

Hrós og hneyksli

6 May, 2007 at 9:11 pm (Líf og fjör)

Tók mér mynd á leigunni í gær. Kannski ekki frásögufærandi, nema þegar ég leigi myndir þegar Eyjó er ekki heima, þá reyni ég yfirleitt að taka myndir sem hann myndi ekki nenna að horfa á með mér. Yfirleitt eru þetta þá Hollywoodástarvellusenumyndir. Nema hvað! Í gær var ekki mikið um svoleiðis myndir- allavega ekki sem mér leist á og ég týmdi ekki að taka mynd sem hann myndi vilja sjá með mér. Rak þá augun í myndina The Holiday- sem ég hélt að væri ágætist ástarvella ættur frá Hollywood. Eftir að pjakkurinn var kominn í ból skellti ég myndinni í tækið. Varð svona heldur betur hissa. Þessi mynd, var bara að mínu mati alls ekki ekta Hollywood mynd eins og ég er búin að vera að lýsa hér. Hún var meira í bresku dramaformi- þó svo að auðvitað væri smá keimur á ástarhollywoodinu inn á milli. Leikararnir komu mér á óvart og ég get svo með sanni sagt að þessi mynd fær hrós í hnappagatið frá mér.  Ég bjóst sko alls ekki við þessu og mæli með henni!

Að öðru, hneyksli dagsins. Fór í hverfsibúðina í dag til að versla í salat. Ætlaði að úbúa salat með pastaréttnum í kvöld og kláraði allt nema hálfa gúrki í gærkvökdið. Keypti: öskju af veppum, öskju af kirsuberjatómötum, eina gula papriku, eina appelsínugula pariku, agúrku, Lamhagasalta og poka af litlum gulrótum. Sem sagt fullan glæran lítinn poka af grænmeti! Og vitið þið hvað herlegheitin kostuðu. 1400 íslenskar krónur. Ég átti ekki til orð….. gekk jamm eins og ég segi orðlaus út í bíl og benti manni mínum á að við myndum ekki versla oftar við þessa búð. 1400 kall fyrir nokkur stykki af grænmeti. Meira að segja sveppirnir og tómatarnir saman kostuðu 600 kall, bara þessir tveir hlutir. Ég bara skil þetta ekki! Geymdi kassakvittunina- því mér finnst þetta svo fríki verð.

Varð að koma þessu að….

over Skella

Permalink Leave a Comment

Háskólagöngu minni að ljúka

6 May, 2007 at 1:15 am (Líf og fjör)

Í gær tók ég seinasta prófið mitt í Háskólanum. Allavega í bili. Ég get ekekrt sagt til um það hvernig framtíðin verður- það getur vel hugsast að ég snúi aftur einn daginn. En í bili eru ekki fleiri próf- og vitið þið, það er æðisleg tilfinning. Prófið í gær var brillíant. Ég bjóst ekki við miklu af minni hálfu, enda með hugann við eitthvað allt annað og er búin að vera með hugann við annað allta þessa önn. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð smeyk við þetta próf en um leið og ég opnaði það og sá spurningarnar, hvarf allur ótti minn og ég leysti það með léttum. Við erum ekkert að tala um 9,5 eða álíka- en þessu prófi næ ég auðveldlega.

En þegar ég fór út, um 15.15 þá vildi það svo skemmtilega til að ég hitti kennarann. Það er aldrei gott að mínu mati, sérstaklega þegar maður er að klára svona í fyrra fallinu (sem er alltaf í mínu tilviki). Hún spurði mig hvort að þetta hefði verið svona létt próf- enda var hún nú frekar undrandi að sjá mig. Ég sagði henni að það væri nú ekki málið- heldur að ég hefði lært svo vel undir það. Lét það náttúrulega liggja á milli hluta að ég hefði bara lært svona assgoti rétt fyrir það. En svona er þetta, stundum hittir maður á rétt ritgerðarefni!

En jæja, þó svo að prófin séu búin, þá á ég eitt verkefni eftir og svo þarf ég að sitja “skilafund” með kennaranum mínum starfsþjálfunarleiðbeinanda. Smá svona “svitn í lófa” fílingur fyrir þetta, en þetta er eitthvað sem að maður bara rumpar af held ég.

Fleiri færslur bráðum- lofa því

HáskólaSkellibjallan 

Permalink 2 Comments