Háskólagöngu minni að ljúka

6 May, 2007 at 1:15 am (Líf og fjör)

Í gær tók ég seinasta prófið mitt í Háskólanum. Allavega í bili. Ég get ekekrt sagt til um það hvernig framtíðin verður- það getur vel hugsast að ég snúi aftur einn daginn. En í bili eru ekki fleiri próf- og vitið þið, það er æðisleg tilfinning. Prófið í gær var brillíant. Ég bjóst ekki við miklu af minni hálfu, enda með hugann við eitthvað allt annað og er búin að vera með hugann við annað allta þessa önn. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð smeyk við þetta próf en um leið og ég opnaði það og sá spurningarnar, hvarf allur ótti minn og ég leysti það með léttum. Við erum ekkert að tala um 9,5 eða álíka- en þessu prófi næ ég auðveldlega.

En þegar ég fór út, um 15.15 þá vildi það svo skemmtilega til að ég hitti kennarann. Það er aldrei gott að mínu mati, sérstaklega þegar maður er að klára svona í fyrra fallinu (sem er alltaf í mínu tilviki). Hún spurði mig hvort að þetta hefði verið svona létt próf- enda var hún nú frekar undrandi að sjá mig. Ég sagði henni að það væri nú ekki málið- heldur að ég hefði lært svo vel undir það. Lét það náttúrulega liggja á milli hluta að ég hefði bara lært svona assgoti rétt fyrir það. En svona er þetta, stundum hittir maður á rétt ritgerðarefni!

En jæja, þó svo að prófin séu búin, þá á ég eitt verkefni eftir og svo þarf ég að sitja “skilafund” með kennaranum mínum starfsþjálfunarleiðbeinanda. Smá svona “svitn í lófa” fílingur fyrir þetta, en þetta er eitthvað sem að maður bara rumpar af held ég.

Fleiri færslur bráðum- lofa því

HáskólaSkellibjallan 

Advertisements

2 Comments

 1. Alex said,

  Jejjjjj, til hamingju með síðasta prófið. Ohhh, þetta er svo fljótt að líða………
  Þú getur alla vegana verið ánægð með það að fá vinnu við þitt fag 🙂
  Hvað eru þá næstum orðnir 2 masterar í vinahópnum ;O

 2. skellibjalla said,

  Hey, takk fyrir það. En þetta er nú ekki svo gott að ég sé orðin master. útskrifast með dipl. gráðu núna en þarf að fera í eitt ár í viðbót til að bæta MA gráðunni við. Nenni því ekki strax!

  En varst þú vöknuð þegar þú skrifaðir þetta eða ekki sofnuð. Mjög spes tími hjá Alex á sunnudegi 😉

  Luv HH

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: