Hrós og hneyksli

6 May, 2007 at 9:11 pm (Líf og fjör)

Tók mér mynd á leigunni í gær. Kannski ekki frásögufærandi, nema þegar ég leigi myndir þegar Eyjó er ekki heima, þá reyni ég yfirleitt að taka myndir sem hann myndi ekki nenna að horfa á með mér. Yfirleitt eru þetta þá Hollywoodástarvellusenumyndir. Nema hvað! Í gær var ekki mikið um svoleiðis myndir- allavega ekki sem mér leist á og ég týmdi ekki að taka mynd sem hann myndi vilja sjá með mér. Rak þá augun í myndina The Holiday- sem ég hélt að væri ágætist ástarvella ættur frá Hollywood. Eftir að pjakkurinn var kominn í ból skellti ég myndinni í tækið. Varð svona heldur betur hissa. Þessi mynd, var bara að mínu mati alls ekki ekta Hollywood mynd eins og ég er búin að vera að lýsa hér. Hún var meira í bresku dramaformi- þó svo að auðvitað væri smá keimur á ástarhollywoodinu inn á milli. Leikararnir komu mér á óvart og ég get svo með sanni sagt að þessi mynd fær hrós í hnappagatið frá mér.  Ég bjóst sko alls ekki við þessu og mæli með henni!

Að öðru, hneyksli dagsins. Fór í hverfsibúðina í dag til að versla í salat. Ætlaði að úbúa salat með pastaréttnum í kvöld og kláraði allt nema hálfa gúrki í gærkvökdið. Keypti: öskju af veppum, öskju af kirsuberjatómötum, eina gula papriku, eina appelsínugula pariku, agúrku, Lamhagasalta og poka af litlum gulrótum. Sem sagt fullan glæran lítinn poka af grænmeti! Og vitið þið hvað herlegheitin kostuðu. 1400 íslenskar krónur. Ég átti ekki til orð….. gekk jamm eins og ég segi orðlaus út í bíl og benti manni mínum á að við myndum ekki versla oftar við þessa búð. 1400 kall fyrir nokkur stykki af grænmeti. Meira að segja sveppirnir og tómatarnir saman kostuðu 600 kall, bara þessir tveir hlutir. Ég bara skil þetta ekki! Geymdi kassakvittunina- því mér finnst þetta svo fríki verð.

Varð að koma þessu að….

over Skella

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: