Gleymin.is

13 May, 2007 at 1:26 am (Líf og fjör)

Merkilegt hvað meðganga getur gert mann gleyminn. Ég hélt að það væri bara brjóstagjöfin sem hefði þessi áhrif- svokölluð “brjósaþoka” en nei nei þetta er víst líka tilfellið á meðgöngunni. Allavega hef ég lent í tveim ansi skemmtilegum dæmum. Til að mynda þá fór ég í brúðkaup í apríl og “gleymdi” eiginlega að ég væri ólétt og gæti þar af leiðandi ekki dansað jafn harkalega og áður- sérstaklega með tilliti til baks míns! En ég lét mig þó hafa það og dansaði eins og ég veit ekki hvað, þar til að bakið sagði STOPP og ég þurfti að sitja uppi á barnum það sem eftir lifði kvölds og dilla mér á bossanum.

Nú svo í dag, þá fórum við Tryggvi með mömmu, Gunna og Ragnhildi að kíkja á Risessuna og föður hennar. Bíaörtröðin var horror og við hefðum aldrei komist nálægt þeim, svo ég reif Trygga út úr bílnum og hóf að hlaupa á eftir Risessunni og halarófunni sem fylgi í kjölfarið, svo að drengurinn gæti nú séð þennan merkilega menningaratburð. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en við stoppuðum hvað mér var ill í maganum! Leit niður og sá þá bumbuna- hmmm ekki alveg að muna að ég væri ólétt, með bakverki og kannski ekki sniðugt að hlaupa meðfram Sæbrautinni. Var að drepast í verkjum langt fram eftir kvöldi og var komin með nafn á skottuna myndi hún fæðast þessa nótt- Kjörhildur- svona í tilefni kosninganna!!!

Annars bara verður fróðlegt að sjá hvernig kosningamálin fara, rétt áðan var Rískisstjórnin fallin en núna heldur hún velli. Held að maður ætti bara að fara að sofa og sjá hvernig staðan er í fyrram´lið, þetta verður sko rokkandi til og frá í alla nótt. En í lokin- hvað er málið með Júróvision. Er að hugsa um að hætta að gerast Euro-Fan, allavega svona þar til að ég endurskoða málin að ári!

Skellibjallan ólétta!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: