Að loknum kosningum

16 May, 2007 at 10:07 am (Líf og fjör)

Ja hérna hér. Þetta voru nú aldeilis spennandi kosningar. Mér finnst einhvern veginn allir vera að tala um þær og að sjálfsögðu hafa allir myndað sér skoðun á þessu. Hvort sem það er rétt eða röng skoðun- að mínu mati, þá hafa nú allir rétt á skoðunum!

Ég verð nú að segja að fyrst svona fór, þá verður maður bara að gera gott úr þessu. Það eina sem ég vil sjá er að D og B flokkur sameinist ekki aftur í stjórn. D listinn má svo sem mynda stjórn- enda líka “sigurvegari” í kosningunum. Því ekki getum við sagt að B listi hafi unnið stórsigur- frekar meira svona verið rasskelltur á beran bossann. En ef D listi ætlar að mynda stjórn með einhverjum -í guðanna bænum ekki renna augum til Framsóknarmanna. Mér finnst það bara skítt!

Af hverju er það skítt spyr einhver! Jú, Framsókn var ekki alveg að gera sig, það hefur bara sýnt sig á síðusu árum og mánuðum og var staðfest með “dómi” þjóðarinnar. Sjaldan hef ég séð einhvern fá slíka útreið. En samt ekki misskilja mig, ég er gamall framsóknarmaður og hef aldrei borið neinn kala til þess flokks, en mér finnst úrslit kosninganna segja margt og mikið. Svona til að að skíta ekki Framsókn algjörlega út, þá er ég nú heldur ekkert alltof sátt við D listann, en verð bara að sætta mig við að meirihluti þjóðarinniar vill bara hafa óbreytt ástand, sem ég er ekki að fíla.

Og nú tek ég mér orð annars manns í munn (man ekkert hver sagði þetta og get því ekki getið heimilda) en þá má líkja þessu klúðri (það er fylgistapi B og fylgisaukningu D) við tvo óþekktarorma, þar sem annar ormurinn fær rasskellingu og skammir á meðan að hinn fær hrós. Og svo ætlar þeir að leika saman aftur. Ég segi nú bara, hvað er að Framsóknarmönnum að vilja fara í samstarf við D listann, þeir hafa málað þá út í horn, hrifsa allt hrós til sín um það sem hefur verið gert gott en skella öllu slæmu á Framsókn. Ja, hverjir eru skítalabbarnir í þessu?

En að stjórnarandstöðunni… huh hvar á ég að byrja.

Samfylkingin kom illa út úr þessum kosningum, það er á hreinu, þó svo að á tímabili á konsingarnótt hafi litið út fyrir annað. En hún tapaði fylgi, likt og Framsók- þó það væri ekki nærri því eins slæm útreið. Vinstri grænir tvöfölduðu fylgi sitt sem er frábært og þó svo að vinstri grænir séu lítill flokkur ennþá, þá eru þeir að mínu mati sigurvegarar og eiga hrós skilið fyrir frábært verk. En ég veit samt alveg að hann Steingrímur minn má nú passa stundum upp á málfarið og kommentin sem hann lætur út úr sér- ja bara svona eins og aðrir stjórnmálamenn.

Og svo eru það F og I flokkar- eigum við eitthvað að ræða það. Frjálslyndir héldu reyndar velli- eitthvað sem ég bjóst ekki við. En það eru margir á þeirra skoðunum og þannig er það. Auðvitað er margt í þeirra stefnuskrá sem er gott og blessað- en það eru bara önur málefni sem eru það ekki. Og svo hann Ómar Ragnarsson, sem hefur alltaf staðið sig með prýði í djóki og skemmtunum. Ég bara hreinlega get ekki tekið mannina alvarlega- ekki fræðilegur sko! Og með honum í för er flóttamaður úr Frjálslynda flokknum og fyrrverandi menningarfulltrúi Íslendinga í London- sem geri ekki baun í bala. En úrlsitin voru hálf skömmustulega fyrir þann flokk- en hey, einhvers staðar verður maður jú að byrja, ekki satt.

Er þotin í mæðró- get ekki skrifa meira í bili

Skellibjalla

Advertisements

2 Comments

  1. Þórunn Sigþ. said,

    He.he.he… mín bara á kafi í pólitíkinni…. Verð nú fegin þegar búið verður að mynda nýja ríkisstjórn og eitthvað annað verður í fréttum en pólitík… Góða helgi…

  2. brilla said,

    Sælar, til að svara forvitni þinni 😉 þá er móðir stúlknanna að vinna með mér á leikskólanum og er búin að vera að vinna með mér með hléum í allt að fimm ár..þannig að við þekkjumst ágætlega fyrir og eftir börnin…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: