Blogg fyrir þá sem kvarta um bloggleysi…

13 June, 2007 at 10:52 pm (Líf og fjör)

…skil ekkert í fólki að kvata um bloggleysi hjá mér. Er fólk alveg búið að gleyma kosningum og stjórnarmyndunum?? Jah maður spyr sig!

En nóg um það. Allt gott að frétta hér af bænum, alltaf nóg að gera svona á sumrin. Stend núna í undirbúningi fyrir fermingarveislu- aha, ekki djók. Sonur minn er að ná þeim áfanga að verða  6 ára, og undirbúningurinn er á við undirbúning sem ég get ímyndað mér að sé fyrir flotta fermingarveislu. Ég meina, það eru nú ekki öll 6 ára börn sem fá 3 veislur. Og trúið mér… það er ekki það að ég sé að heimta 3 veislur, þetta er bara svona þegar maður á stóran vinahóp og stóra fjölskyldu og litla íbúð! En fyrsta afmælið er á morgun, þá mætir leikskólapakkið en á föstudaginn, afmælisdaginn sjálfan eru hinir vinirnir og börn vina minna. Pizzur, afmæliskaka og muffins er það sem börnin fá að borða og er það nú hið minnsta mál. Á sunnudaginn, þjóðhátíðardaginn verður svo haldið fjölskylduafmæli og þá taka rjómaterubotnarnir og heitu réttirnir völdin. Kaffitrakteringar og ég veit ekki hvað og hvað. Held ég verði rík, kaupi mér stór hús og fái veisluþjónustu í þetta á næstu árum!

En svona ykkur til yndis og ánægjuauka þá verð ég að segja að LÍN árin mín eru nú yfirstaðin og að sjálfsögðu komst ég ekki heilu og höldnu undan þeirri stofnun frekar en aðrir lánþegar. Nenni nú ekki að fara út í það hér- en það mál er ekki búið og fer fyrir “kærunefnd” eða eitthvað þvíumlíkt voða gaman.

Og enn eitt í viðbót… ég er að útskrifast á laugardaginn. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja leggja Skellibjöllunni lið geta minnt hana á að fara ekki aftur í skóla á næstu árum. Hún nefnilega nennir því ekki strax!

See you

Skella hvalur!

Advertisements
%d bloggers like this: