Sól sól skín á mig!

30 June, 2007 at 11:02 am (Líf og fjör)

Mikið er nú yndislegt þegar sólin skín svona eins og hún er búin að gera síðustu vikuna. Maður verður allur léttari, ánægðari og hamingjusamari, þrátt fyrir að vera að drepast úr hita, eiga á hættu á að brenna og verða ögn dasaðri en vanalega. Samt vill maður endalaust hafa sólina. Ég sagði um daginn að ég væri til í svona veður alla daga sumarsins og svo mætti rigna á nóttunni- og þá vel, svo að gróðurinn og náttúruan myndi halda lífi. Bara að það stytti upp svona um 6leytið, þá væri allt orðið þurrt aftur þegar fólkið færi á ról. Finnst þetta svo sniðugt hjá mér- en er ekkert viss um að þetta myndi hinsvegar ganga upp!

Í svona góðu veðri þá kallar tjaldvagninn hátt á okkur! Og við reyndar svöruðum kalli hans um síðustu helgi og svo líka í vikunni. Við skelltum okkur síðustu helgi vestur í Sælingsdal og svo fórum við eina nótt austur í Brekkukot með vagninn í vikunni. Ég hreinlega elska vagninn minn og vildi helst búa þar á sumrin. En það verður engin löng ferð þetta sumarið eins og síðustu 4 sumur. Ástæðurnar eru einna helst þær að Eyjó er búinn með hið eiginlega sumarfrí, ég er í vinnu fram til 13.júlí, Eyjó er að fara í vikulanga gönguferð um Hornstrandir á morgun og svo er ég ólétt! Þessir þættir spila allir saman, svo ekkert veður úr 2 vikna ferð okkar um landið- en þess í stað verða þá bara nokkrar styttri ferðir. Er að plana ferð helgina13-15 júlí og jafnvel líka 20- 22.júlí. Held svo að ég fari ekki meira þetta sumarið, enda styttist líka óðfluga í Lillsu . En þeir sem hafa áhuga á útilegum er velk,omið að kíkja á okkur 😉 Ég held við fórum eitthvert á suðurlandið helgina 13-15, því við fórum í afmæli á Selfossi á sunnudeginum og svo verður vonandi farið í Borgarfjörðinn hina helgina….

En þessi vikuferð hjá húsbóndanum sem hefst á morgun er ekkert að kæta mig. Ég veit að hann lifir fyrir þetta, en mér finnst bara svo leiðinlegt þegar hann fer svona lengi í burtu. Hann gerir þetta náttúrulega á hverju ári- og svo er ég líka vön að hafa hann ekki saman svo dögum skitpi vegna vinnunnar og svo er hann líka bara nýkominn heim úr vikuferð til Svíþjóðar en mig langar ekkert að hann fari í þessa ferð. Og þetta er bara eigingirnin í mér að tala og ekkert annað! Ég er enn að vinna, svo við færum vhort eð er ekkert í neina ferð- en svona getur maður verið. Við Pjakkmundur gerum bara eitthvða skemmót á meðan, missum okkur í ísbíltúrum og reynum að hafa góðan mat- eða það sem best væri, reynum að koma okkur í mat hjá öðrum, hahahhaha.

En jæja, það styttist í Lillsuna okkar, ekki nema 4-8 vikur svona fræðilega séð. Annars eru 6 vikur í settan dag hjá mér núna á mánudaginn. Þetta fer allt að bresta á. Mig vantar bara skiptiborð og svo að fara að gramsa í fötunum og ná í dót hjá hinum og þessum. Geri það þegar ég er hætt að vinna…. þetta verður bara gaman. En mig langar samt í útilegu!

Skellibjallan

Advertisements

4 Comments

 1. AYG said,

  Thad styttist heldur betur í litluna 🙂

  Ég vaeri alveg til í útilegu 13.-15. júlí en vid verdum ad flytja thá…. og svo á ég ekki einu sinni tjald, hehehe 🙂

 2. Ragnhildur said,

  þú ert algjört æði:) hlakka til að fá Lillsu litlu!!

 3. Edda said,

  Ég væri líka alveg til í útilegu.

  Rakst á síðuna þín á blogginu hennar Bryndísar 🙂

  kv, Edda “bekkjarsystir”

 4. Jana said,

  Til hamingju með útskriftina og óléttuna.

  Gangi þér vel á síðustu metrunum 🙂

  Kveðja
  Jana

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: