Eiginlega alltof ólétt

18 July, 2007 at 11:55 pm (Líf og fjör)

Úff þessa dagana er ég alveg hrikalega ólétt. Ég er komin 36 vikur á leið, af 40, fyrir þá sem ekki vita og ég er ekki alveg að meika þetta meir. Ég þakka fyrir að hafa fengið fró frá sólinni núna síðustu 2 daga, því ég var að bráðna eins og tígrisdýrin í bókinni um Litla Svarta Sambó…. Ólétta, “hitabylgja” á Íslandi og heitfengi mín eiga bara ekki samleið þessa dagana. Vill einhver minna mig á það að verða aldrei aftur ólétt svona um hásumar, takk fyrir.

En út í annað, fór í útilegu um helgina. Það var fínt- en samt erfiðara en síðast. Samt er ég að gæla við þá hugmynd að skella mér aftur í útilegu næstu helgi- eða þá bara í bústað til ömmu minnar. Þar verður öll familyan samankomin og svoleiðis hefur ekki verið gert síðan árið sem Ása frænka útskrifasðist úr menntaskóla. Þetta kemur allt í ljós.

Ég er búin að eyða síðustu dögum í að þvo barnaföt. Ég fékk að láni hvorki fleiri né færri en 12 kassa af fötum frá mágkonu minni. Núna er ég búin að sortera og stærðarraða, 5 kassar fara til baka. Það voru föt sem mér líkaði ekki, hentuðu ekki eða bara komu ekki til greina. Restin var sorteruð eftir stærð og svo er búin að þvo og þurrka og brjóta saman fyrstu atrennu, sem ætti að duga fram að 4 mánaða. Ég bara vona svo innilega að þetta sé stelpa eftir allt saman, því fatahrúgan er bara BLEIK. Reyndar er hún eiginlega of bleik fyrir minn smekk, hvort heldur sem um er að ræða á strák eða stelpu, en það má blanda beliku með öðrum litum. Mig vantar fleiri liti, s.s. rauðan, þó hann megi líka greina þarna í bleiku hrúgunni. Svo væri gaman að eiga meira af brúnu og appelsínugulu. Þannig lituð föt má til dæmis fá í POP og Liggalá. Bara svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur 😉

Vagn, kerra, bílstóll, ömmustóll, vagga, matarstóll, leikteppi, brjóstagjafapúði og hvað þetta allt saman heitir er annað hvort tilbúið eða á leiðinni hingað. Það eina sem vantar er skiptiborð fyrir krílið. Hugsa sér, hvað maður er heppin að fá svona mikið að láni eða gefins. Þetta er ekkert smá sem fyglir þessum gríslingum- ja hérna hér. Og ég er heppin að eiga sjálf helling af fötum frá fyrra barni og að eiga svona stóra fjölskyldu sem er dugleg að unga út börnum til að fá lánuð föt hjá!

Jahérna hér….

Advertisements

Permalink 2 Comments