Fallegu börnin mín

26 August, 2007 at 1:22 pm (Uncategorized)

Ég er svo heppin að eiga tvo yfirmáta falleg og yndisleg börn. Það yngra, “Lillsa” fæddist 20. ágúst kl. 02.33 og var 16 merkur og 49,5 cm. Öllum heilsast vel og eru kátur. Stóri bróðirinn afsakplega stoltur af Lillsunni sinni og dýrkar hana og dáir, en finnur samt fyrir afbrýðissemi af og til- sem er líkast til bara eðlilegt.

 20070823220847_8.jpg

Advertisements

Permalink 3 Comments

Blóraböggull

14 August, 2007 at 5:12 pm (Líf og fjör)

Jáhá, núna á að kenna “reykingabanninu” um ólætin og subbuskapinn í miðborg Reykjavíkur. Mikið ofsalega finnst mér kjánalegt þegar skuldinni er skellt á allt annað en það er. Skv Textavarpinu í gærkvöldið þá telja veitingamenn þetta ástand vera blessaða reykingabanninu að kenna. Spurning um að skoða kannski aðeins naflann sinn!

Auðvitað er þetta ekki reykingabanninu sjálfu að kenna, þetta er fólkinu að kenna. Fólkið er með læti og fólkið er sóðar. Fólk þarf bara að drekka minna, lemja minna, drepa í í öskubakkanum og hriða upp eftir sig. Ekki láta eins og 5 ára krakki og kenna öðru um – það er barnaskapur!

Annars er ekkert að gerast og ég bara bíð- og mun bíða áfram.

Permalink 2 Comments

Settur dagur í dag!

13 August, 2007 at 12:42 pm (Líf og fjör)

Sko, fyrir svona u.þ.b. mánuði síðan varð ég skyndilega mjög ólétt. Það voru allir sammála mér, ég átti erfiðara með allar hreyfingar og mæddist auðveldlega og þreyttist, bara þetta vanalega. En í gær, þá vaknaði ég óléttari. Ég hélt reyndar að það væri ekki hægt- en jújú það er sko hægt. Og í gær var ég gjörsamlega við það að springa. Eg fann mér engin föt, fannst öll svo óþæginleg og þrengja að, mér meira að segja finnst húðin of þröng á mig og þess vegna finnst mér ég vera að springa! Þetta er ekki skemmtilegt. Ég geng um eins og mörgæs eða þaðan af verra eða argasta gamalmenni jafnvel. Ég er mjög ólétt- og það er ekki gaman. Sérstaklega ekki þegar settur dagur er í dag!

En til að róa sjálfa mig niður, þá held ég að þessi pirrinugr sé einmitt tilkominn vegna þeirrar staðreyndar að settur dagur er í dag. Ég veit vel að fæst börn koma á réttum degi- en mitt hefði alveg mátt það 😉 Ég var sko ekki svona þegar ég gekk með Tryggva minn og held einmitt að af því að þetta er ekki fyrsta barn þá sé ég svona óþolinmóð. Allavega hef ég rætt það við fleiri og þær hafa sagt það sama, að þær hafi verið mun þolinmóðari með fyrstu börn en næstu. Svo kannski er ég ekki eins klikkuð og ég hélt!

Annars bara vona ég að þessari meðgöngu fari að ljúka, það er svo mikið skemmtilegra að fá að halda á og knúsa krílið frekar en að bera það í bumbunni.

Permalink 7 Comments

Koma svo….

9 August, 2007 at 4:20 pm (Líf og fjör)

Jæja, ég sem hélt í gær að litlan mín ætlaði að hlýða mömmu sinni og koma í heiminn á þessum líka fína degi sem er í dag. 09.08.07. Málið er sko að ég fór að fá mjög reglulega verki, með 6 mín millibili í gærkvöldið, þorði nú ekkert að vona svona fyrst í stað en e 40 mín þá fór ég að leyfa mér að vona…. en þegar þetta hafði staðið yfir í 50 mín, þá bara hætti allt. Jújú, komu svosem verkir af og til en ekkert til að hrópa húrra yfir. Svo þessi dama ætlar ekki að gera eða fara eftir því sem móðir hennar vill- ekkert frekar en bróðir hennar gerir..jah eða pabbi hennar ef út í það er farið 😉

En mikið geta þessi seinustu dagar verið leiðinlegir. Ég fékk fyrirmæli um hvíld frá ljósunni í gær, sökum hækkaðs blóþrýsingins- en ég er búin að vera rokka upp og niður og henni líst ekkert á það. En sjáið þið mig fyrir ykkur í algjörri hvíld? Það er það tilganglausasta sem ég veit! Ég meika það hreinlega ekki, er reyndar búin að vera nokkuð dugleg í dag, þó svo að ég hafi aðeins skroppið í IKEA í morgun- hreinlega varð sko! Mamma ætlar svo að bjóða okkur í mat í kvöld og þá þarf maður bara ekki að elda einu sinni. Planið er svo að fara í hiett bað í kvöld og þá hlýt ég að vera búin að hvíla mig nóg í dag. Þá þarf ég bara að finna út hvíldarplan f morgundaginn- oh og næstu 2 vikur líka!  Jafnvel lengra- hver veit nema að maður gangi fullar 2 vikur framyfir! Úff, sko heilsunnar vegna, jafn minnar og annarra, þá aðallega andlegrar heilsu vegna þá vona ég að það gerist ekki.

En til að gera mér þetta ennþá bærilegra, þá eru 3 konur sem áttu að eiga á eftir mér búnar að koma sínum krílum í heiminn. Ekki það að ég sé öfundsjúk eða þannnig (kannski bara smá) En ég hlýt að spyrja mig af hverju ég fái ekki að njóta þess líka. Það eru 3 aðrar setta á eftir mér. Ein fer í keisara 16.ágúst oghinar koma svo seinna. Eigum við ekki bara að klára þetta, láta þær eiga bara líka svo ég verði alveg örugglega langsíðust! Hahahah það væri nú svosem gott á mig- en ég veit ekki.

Permalink 1 Comment