Koma svo….

9 August, 2007 at 4:20 pm (Líf og fjör)

Jæja, ég sem hélt í gær að litlan mín ætlaði að hlýða mömmu sinni og koma í heiminn á þessum líka fína degi sem er í dag. 09.08.07. Málið er sko að ég fór að fá mjög reglulega verki, með 6 mín millibili í gærkvöldið, þorði nú ekkert að vona svona fyrst í stað en e 40 mín þá fór ég að leyfa mér að vona…. en þegar þetta hafði staðið yfir í 50 mín, þá bara hætti allt. Jújú, komu svosem verkir af og til en ekkert til að hrópa húrra yfir. Svo þessi dama ætlar ekki að gera eða fara eftir því sem móðir hennar vill- ekkert frekar en bróðir hennar gerir..jah eða pabbi hennar ef út í það er farið 😉

En mikið geta þessi seinustu dagar verið leiðinlegir. Ég fékk fyrirmæli um hvíld frá ljósunni í gær, sökum hækkaðs blóþrýsingins- en ég er búin að vera rokka upp og niður og henni líst ekkert á það. En sjáið þið mig fyrir ykkur í algjörri hvíld? Það er það tilganglausasta sem ég veit! Ég meika það hreinlega ekki, er reyndar búin að vera nokkuð dugleg í dag, þó svo að ég hafi aðeins skroppið í IKEA í morgun- hreinlega varð sko! Mamma ætlar svo að bjóða okkur í mat í kvöld og þá þarf maður bara ekki að elda einu sinni. Planið er svo að fara í hiett bað í kvöld og þá hlýt ég að vera búin að hvíla mig nóg í dag. Þá þarf ég bara að finna út hvíldarplan f morgundaginn- oh og næstu 2 vikur líka!  Jafnvel lengra- hver veit nema að maður gangi fullar 2 vikur framyfir! Úff, sko heilsunnar vegna, jafn minnar og annarra, þá aðallega andlegrar heilsu vegna þá vona ég að það gerist ekki.

En til að gera mér þetta ennþá bærilegra, þá eru 3 konur sem áttu að eiga á eftir mér búnar að koma sínum krílum í heiminn. Ekki það að ég sé öfundsjúk eða þannnig (kannski bara smá) En ég hlýt að spyrja mig af hverju ég fái ekki að njóta þess líka. Það eru 3 aðrar setta á eftir mér. Ein fer í keisara 16.ágúst oghinar koma svo seinna. Eigum við ekki bara að klára þetta, láta þær eiga bara líka svo ég verði alveg örugglega langsíðust! Hahahah það væri nú svosem gott á mig- en ég veit ekki.

Advertisements

1 Comment

  1. valla said,

    hahaha ekkert bitur! ég skal lofa því að ég verð ekki á undan þér…þó ég væri alveg til í að þetta fari að verða búið…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: