Settur dagur í dag!

13 August, 2007 at 12:42 pm (Líf og fjör)

Sko, fyrir svona u.þ.b. mánuði síðan varð ég skyndilega mjög ólétt. Það voru allir sammála mér, ég átti erfiðara með allar hreyfingar og mæddist auðveldlega og þreyttist, bara þetta vanalega. En í gær, þá vaknaði ég óléttari. Ég hélt reyndar að það væri ekki hægt- en jújú það er sko hægt. Og í gær var ég gjörsamlega við það að springa. Eg fann mér engin föt, fannst öll svo óþæginleg og þrengja að, mér meira að segja finnst húðin of þröng á mig og þess vegna finnst mér ég vera að springa! Þetta er ekki skemmtilegt. Ég geng um eins og mörgæs eða þaðan af verra eða argasta gamalmenni jafnvel. Ég er mjög ólétt- og það er ekki gaman. Sérstaklega ekki þegar settur dagur er í dag!

En til að róa sjálfa mig niður, þá held ég að þessi pirrinugr sé einmitt tilkominn vegna þeirrar staðreyndar að settur dagur er í dag. Ég veit vel að fæst börn koma á réttum degi- en mitt hefði alveg mátt það 😉 Ég var sko ekki svona þegar ég gekk með Tryggva minn og held einmitt að af því að þetta er ekki fyrsta barn þá sé ég svona óþolinmóð. Allavega hef ég rætt það við fleiri og þær hafa sagt það sama, að þær hafi verið mun þolinmóðari með fyrstu börn en næstu. Svo kannski er ég ekki eins klikkuð og ég hélt!

Annars bara vona ég að þessari meðgöngu fari að ljúka, það er svo mikið skemmtilegra að fá að halda á og knúsa krílið frekar en að bera það í bumbunni.

Advertisements

7 Comments

 1. Tinna said,

  Elsku kellan mín!
  Ohh ég skil þig svoooo vel. Þetta fer samt alveg að verða búið, trust me! Hef góða tilfinningu fyrir því að þú verðir búin fyrir helgi. Svo manstu að það er best að slaka veeeeeel á og hætta að vera spennt og stressuð og eitthvað, því það tefur fyrir, kom fyrir mig. Verðum í bandi dúllan mín og *straum* í bumbuna! Farðu nú að koma Tinna Eyjólfsdóttir!!!! 😉 hehe

 2. Mom said,

  Elsku stelpan mín, þetta er alveg að verða búið.
  Nú er um að gera að nota þitt sterkasta afl – ÞOLINMÆÐI !

 3. skellibjalla said,

  Takk fyrir þetta mínar kæru! Eins og þú veist Tinna, þá kann ég ekki að slaka á- er búin að reyna og finnst mér hafa teksit vel til. Aðrir eru ekki á sama mála. Og mamma, ÞOLINMÆÐI er eitthvað sem ég erfði EKKI frá þér- bara svona til að hafa það á hreinu

  En ég geri mitt besta

 4. Ragnhildur said,

  hahaha gott að þú ert þá með mér í því að erfa ekki þessa blessuðu þolinmæði frá móður okkar!

  annars held ég að 16. ágúst sé góður dagur, eða jafnvel bara 22 og eftir .. hvernig lýst þér á ? 😉

 5. skellibjalla said,

  Af hverju getur þú systir kær ekki lagt til að 13., 14. eða 15. séu góðir dagar. Það er alltof langt í hitt 😉

  Annars svona þér að segja, þá kæmi það mér ekkert á óvart að Lillsan mætti á svæðið á meðan að þú ert úti- það er bara okkar heppni.

 6. Þórunn Sigþ. said,

  Úff.. þetta hlýtur að vera rosalega erfitt að bíða svona eftir krílinu… Gangi þér rosalega vel með þetta allt saman ;-)..

 7. Ragnheiður said,

  Maður bíður hérna þrælspenntur eftir krílinu! Annars held ég að hún komi um helgina, kannski bara 18 ágúst á afmæli Reykjavíkurborgar! það er nú aldeilis fínn dagur!

  Láttu þér nú líða vel:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: