Blóraböggull

14 August, 2007 at 5:12 pm (Líf og fjör)

Jáhá, núna á að kenna “reykingabanninu” um ólætin og subbuskapinn í miðborg Reykjavíkur. Mikið ofsalega finnst mér kjánalegt þegar skuldinni er skellt á allt annað en það er. Skv Textavarpinu í gærkvöldið þá telja veitingamenn þetta ástand vera blessaða reykingabanninu að kenna. Spurning um að skoða kannski aðeins naflann sinn!

Auðvitað er þetta ekki reykingabanninu sjálfu að kenna, þetta er fólkinu að kenna. Fólkið er með læti og fólkið er sóðar. Fólk þarf bara að drekka minna, lemja minna, drepa í í öskubakkanum og hriða upp eftir sig. Ekki láta eins og 5 ára krakki og kenna öðru um – það er barnaskapur!

Annars er ekkert að gerast og ég bara bíð- og mun bíða áfram.

Advertisements

2 Comments

  1. Ásdís Ýr said,

    Að sjálfsögðu ber fólkið ábyrgð á eigin gerðum en ég verð að vera sammála veitingamönnum í Reykjavík. Ástandið í miðbænum er orðið svipan og korter yfir þrjú í denn, reykingafólkið hangir fyrir utan staðina og eftir því sem líður á nóttina eru fleiri og fleiri sem hanga með þeim – þar sem jú reykingafólkið er skemmtilegasta fólkið 🙂 Sóðaskapurinn er líka þvílíkur, það virðist engum hafa dottið í hug að bæta við stubbahúsum eða jafnvel bara ruslatunnum – fólkið fer með glösin út af stöðunum og hendir þeim svo hingað og þangað.

  2. valla said,

    fólk á nottlega bara að hætta að reykja….híhíhí

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: