Dúkkó

24 September, 2007 at 12:18 am (Hið daglega líf)

Oh, hvað er gaman að eiga litla dúkku! Við fórum í skírnarveislu í gær og ég klæddi litlu dömuna mína upp í kjól í fyrsta skiptið. Það var bara gaman. Það kannski sést ekki nógu vel á þessari mynd- en hún var svo fín!

Advertisements

Permalink 2 Comments

Oh en sætt!

2 September, 2007 at 10:39 pm (Uncategorized)

20070828174704_27.jpg

20070902164937_8.jpg

Krúttin mín á góðri stundu

Permalink 2 Comments

Í byrjun skólaárs…

2 September, 2007 at 10:35 pm (Uncategorized)

Stolinn af annarri síðu- en samt sem áður algjör snilld:

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði til hans og brosti blíðlega. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. “Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns” svaraði hún.

Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér: “Ha… ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér… ó mæ god, ég þekkti þig ekki!”

Konan svaraði svipbrigðalaust: “Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!”

Permalink Leave a Comment

Afmælisstelpa ;)

1 September, 2007 at 7:30 pm (Uncategorized)

Ég er afmælisstelpa í dag. Ég á nefnilega afmæli í dag, þennan flotta dag 1.september. Hef alltaf verið svo stolt af þessum degi, finnst hann svo flottur og svo byrjuðu skólarnir alltaf þennan dag í gamla daga.

Mamma og Gunni buðu mér og fjölskyldunni í morgunkaffi í morgun. Það var voða næs. Fyrir utan það að við vorum sein. Jamm og já, það er sko fyrirtæki að vera komin með snúllu sem þarf þjónustu áður en aðrir hlutir eru gerðir. Svo vorum við öll svo þreytt líka.  Eftir hádegi kom Una vinkona með bakkelsi úr bakaríi og svo komu Bjarki og Guðný með krakkana. Mikið var gaman fyrir þá stóru að leika saman og fyrir okkur foreldrara að sjá litlu frændsystkinin kúra saman. Algjörir gullmolar.

Hellingur af fólki búið að hringja, senda sms eða hafa samband á annan hátt. Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvað margir muna eftir afmæli manns og þykir alltaf jafn vænt um það. Takk þið öll fyrir að muna þetta. Þið eruð best!

Það verður nú ekki mikið gert annað í tilefni afmælisins, kallinn fór og náði í skyndibita- enginn nennti að elda og svo verður bara glápt á TV, enda ekkert annað í boði með tvö börn á heimlinu og það yngra tæpra 2 vikna! Ég get farið að láta mig hlakka til næsta afmælis, þá verður nefnielga stórafmæli og þá verð ég í USA. Ákvað það fyrir hálfu ári að eyða þrítugsafmælinu eða allavega að fagna því með því að skella mér til USA með kallinum. En ég hef heilt ár til að láta mig hlakka til þess.

Góðar stundir

Skellibjallan 29 ára

Permalink 2 Comments