Afmælisstelpa ;)

1 September, 2007 at 7:30 pm (Uncategorized)

Ég er afmælisstelpa í dag. Ég á nefnilega afmæli í dag, þennan flotta dag 1.september. Hef alltaf verið svo stolt af þessum degi, finnst hann svo flottur og svo byrjuðu skólarnir alltaf þennan dag í gamla daga.

Mamma og Gunni buðu mér og fjölskyldunni í morgunkaffi í morgun. Það var voða næs. Fyrir utan það að við vorum sein. Jamm og já, það er sko fyrirtæki að vera komin með snúllu sem þarf þjónustu áður en aðrir hlutir eru gerðir. Svo vorum við öll svo þreytt líka.  Eftir hádegi kom Una vinkona með bakkelsi úr bakaríi og svo komu Bjarki og Guðný með krakkana. Mikið var gaman fyrir þá stóru að leika saman og fyrir okkur foreldrara að sjá litlu frændsystkinin kúra saman. Algjörir gullmolar.

Hellingur af fólki búið að hringja, senda sms eða hafa samband á annan hátt. Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvað margir muna eftir afmæli manns og þykir alltaf jafn vænt um það. Takk þið öll fyrir að muna þetta. Þið eruð best!

Það verður nú ekki mikið gert annað í tilefni afmælisins, kallinn fór og náði í skyndibita- enginn nennti að elda og svo verður bara glápt á TV, enda ekkert annað í boði með tvö börn á heimlinu og það yngra tæpra 2 vikna! Ég get farið að láta mig hlakka til næsta afmælis, þá verður nefnielga stórafmæli og þá verð ég í USA. Ákvað það fyrir hálfu ári að eyða þrítugsafmælinu eða allavega að fagna því með því að skella mér til USA með kallinum. En ég hef heilt ár til að láta mig hlakka til þess.

Góðar stundir

Skellibjallan 29 ára

Advertisements

2 Comments

  1. Tinna said,

    Æ skellibjallan mín! Til hamingju með afmælið í gær! Var einhvernveginn ekki í sambandi í gær, var bara að lesa þroskasálfræði og annars hugar bara. Sorry a million! Knús knús slumm og kelerí í staðinn 😉

  2. Sigurrós said,

    Til hamingju með daginn í gær 😀 Líst vel á afmælisplanið þitt fyrir næsta afmæli 😀

    Það er nú reyndar ekki í boði hjá mér að halda upp á mitt þrítugsafmæli með þeim hætti 😀

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: