Fáránlegt

30 November, 2007 at 11:04 pm (Hið daglega líf)

Arrrggg- ég er svo pirruð yfir nýjasta útspili Hagkaupa að ég iða í skinninu og langar að öskra….

Bendi á tvo tengla hér sem að lýsa nákvæmlega hvernig mér líst á þetta

http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/377980/

http://www.dofri.blog.is/blog/dofri/entry/378189/

Þvílík endemis vitleysa og afturför hjá þessari flottu búð. Djísus…. ég bara get eiginlega ekki komið upp orði vegna þess hverslu hneyksluð ég er. Ætla að róa mig aðeins og get svo kannski tjáð mig um þetta.

En hvað…ætla þeir að henda mér út ef ég vil horfa á leikinn á meðan að Eyjó verslar í matinn. Eða hvað með menn eins og Eyjó, sem hafa bara ekki áhuga á enska boltanum en “meika” ekki að versla með konunni sinni, fá þeir enga “pabbapössun” Arrrg þetta er svo staðlað og glatað eitthvað… tjái mig betur um þetta þegar reiðin hefur minnkað.

Advertisements

4 Comments

 1. valla said,

  jamm þetta er ótrúlega hallærislegt. Svo mikil afturför. Þessir karlar geta sko bara hunskast til að versla með konunni jólagjafirnar, matvöruna eða hvað það nú er, það er alveg jafn mikið þeirra djobb og konunnar!

 2. Sigurrós said,

  Nú spyr ég bara… er eitthvað sem bannar konum að setjast niður og hvíla sig á innkaupunum.. eða er þetta ætlað aðeins karlmönnum??

  Hefur þetta afþreyingarsvæði verið auglýst af Hagkaupum, sem afþreyingarsvæði fyrir karlmenn??

  Ég spyr bara, þar sem öll umræða um þetta tiltekna svæði hefur farið að mestu framhjá mér, hef aðeins heyrt um þetta…

  En það sem vekur þá athygli mína er… nú hefur verið talað soldið um jafnrétti kynjanna og launamun og þessháttar.. en af þessu “Hagkaupsmáli” hefur orðið uppi fótur og fit, sem er gott og vel…enda alger hneysa að ætla karlmönnum “dekur” á meðan konan verslar.. en skítt með allt jafnrétti almennt, það er enginn að fetta svo mikið sem fingur út í það.. það ber allavega minna á þeirri umræðu allri.

 3. Skellibjallan sjálf said,

  Valla, þeir geta líka bara hunskast til að vera heima ef það vex þeim svona í augum að þurfa að versla með konunni- æi nei! Hver á þá að keyra greyið konuna í búðin 😉

  Sigurrós…ég held nú að það sé ekkert sem bannið konum að setjast þar inn, en má ég þá frekar biðja um manicure svæði heldur en enska boltann! Nei ég segi svona! Og talandi um janfrétti… knan verslar því að það er kvenmannsverk- er það ekki bara málið og karlinn á að lepja bjór og horfa á boltann, það er í verkahring karlpeningsins í heiminum…..

 4. Sigurrós said,

  Nákvæmlega.. ég væri sko ekkert á móti manicure svæði handa okkur konunum 😀 Sérstaklega í tækni og tölvubúðum 😀

  Ég svo sem finn ekkert fyrir þessu á mínu heimili.. ég og minn maður verslum saman eða deilum því stundum, enda finnst mér ekkert nema eðlilegast í heimi að við skiptum með okkur verkum og þannig hefur það verið í okkar sambúð.

  En það er nú samt merkilega oft sem maður heyrir af því hvernig fólk skiptir þessu með sér og þá þannig að konan sér um “kvenmannverkin” og karlinn um “karlmannsverkin” og hjá körlunum snúast þau oft um að einmitt lepja bjórinn og horfa á boltann… þeir eru jú svo þreyttir greyin, það tekur á að hala inn “aurunum” fyrir heimilið sem konan sér um að eyða…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: