Að rifja upp gamla tíma…

20 December, 2007 at 1:42 am (Hið daglega líf)

Sit hér frammi í stofu í þvílíkri notalgíu… Get ekki sofið, þar sem ég svaf svo lengi í dag.

Litla daman búin að vera veik og ég eyddi mestun parti af seinni partinum og kvöldinu í ganga með hana um gólf og raula. Var búin með allan jólapakkann. Heims um ból í hálfgerðri óperuútsetningu virkar vel á óróleg börn! Var líka búin með leikskólalagapakkann og vantaði eitthvað nýtt til að syngja… datt inn á gamalt lag í höfðinu á mér, Ástarbréf merkt x… með hljómsveitinni Model. Söng það hástöfum fyrir litla kvefpúkann minn, stóra gæanum til mikillar mæðu. Ákvað svo í kvöld að kíka inn á tonlist.is og hlusta á sýnishorn af þessu lagi… oh það var indælt. Í leiðinni hlustaði ég á fleiri lög með þessari ágætu hljómsveit, s.s Lífið er lag, Svart og hvítt og fleira. Ég ferðaðist langt aftur í tímann í huganum. Var skyndilega komin á Háaleitisbrautina nr. 34 á 3 hæð. Var inn í hvíta og bleika herberginu hennar Jóhönnu og ég og hún stóðum í svefnsófanum hennar með hárburstana okkar og mæmuðum Model… o en yndislegur tími.

Nú fyrst ég var komin í þennan pakka, og var búin að hlusta á sýnishorn af Modellögunum, þá fór ég í næsta pakka, Stjórnina. Úff, það var alveg jafn fáranlegt og gaman. Lög eins og Yatsy, Eitt lag enn, Ég lifi í voninni og Alla leið, komu mér til að brosa út að eyrum og gáfu mér líka smá kjánahroll.

Næst á dagskrá er að færa mig nær í tíma, ætli maður taki ekki Jet Black Joe næst og svo kannski Súrefni… hahaha

Já jólin jólin jólin koma brátt….

Advertisements

Permalink Leave a Comment