Spaugstofan enn og aftur…

30 January, 2008 at 9:33 pm (Hið daglega líf)

Áður en ég hef upp raust mína á nýju ári ætla ég bara að afsaka þetta bloggleysi. Það er tilkomið vegna þess að ég hef bara ekki nennt að blogga og varla hef tíma til þess. Og hana nú…. Tek kannski upp þráðinn seinna og verð voða dugleg- en þangað til þá, koma svona ein og ein færsla um það sem hæst ber að frétta í það og það skiptið.

Eftir valdrán (í örðuveldi) í borginni, sá Spaugstofan sér ekki annað fært en að gera sérstakan þátt um það, núna laugardagskvöldið 26.janúar 2008. Þvílíkt fíaskó sem varð af því. Fólk er að missa sig yfir þessu. Mér hinsvegar fannst þetta algjör snilld. Það var verið að sýna fram á hversu óheilbrigt það er að vera að velta heilbriðið væntanlegs borgarstjóra fyrir sér, með þeim hætt sem gert var. Jújú, sjálfsagt mál að fara yfir þetta en kom on… þetta er nú ekki 100 í hættunni. Nú ef hann bilast eða veikist… þá hafa þeir alltaf Villa til að taka við völdum (er það ekki einmitt það sem þeir vilja). Mér fannst Spaugstofan koma þessu vel frá sér og hafði einmitt á orði við Eyjó hvað þetta væri nú flott hjá þeim, þó svo að þetta værí jú á gráu svæði. Fólk missti það svo bara á sunnudeginum og mánudeginum. Karl Ágúst látinn svara fyrir gjörðir þeirra og þá kom upp úr krafsinu að þeir voru einmitt að sýna fram á hversu fáránlegt þetta hefði verið. Ég skildi þetta, held að meira en helmginurinn af þjóninn hafi skilið djókið- hinir eru bara húmorslausir og eiga bara að horfa á ameríska grínþætti!

Allir dafna vel á bænum en litli ljónsunginn er að upplifa fyriu alvöru veikindi sín, sem eru þó “bara” kvef og hósi en því fylgir svefnleysi og lystarleysi- sem hefur jú í för með sér þreytta og pirraða móður. Alltaf gaman að þessu!

Yfir í bili!

Advertisements

Permalink 3 Comments