Jarðskjálfti-NN

30 May, 2008 at 9:37 am (Hið daglega líf)

Jæja, þá hefur enn einn jarðskjálftinn riðið yfir án þess að Skellibjallan verði hans vör! Það er eithvða með mig og jarðskjálfta, ég finn ekki fyrir þeim. Skjálftinn 2000 fór ekki framhjá mörgum- nema jú mér. Ég hef þó þá afsökun að ég var líklega í bíl akkúrat á meðan. Eftirskjálftarnir fóru fram hjá mér þá líka, nema einn þeirra En ég fann ekki beint fyrir honum- heldur bara svimaði mig. Jarðskjálftar í gamla daga trufluðu mig aldrei- því ég fann þá aldrei. Meira að segja gisiti ég eina helgi í Hveragerði back in the day og þá kom smá jarðskjálftahrina sem allir fundu fyrir alla helgina- nema ég. Og gærdagurinn var engin undantekning. Við mæðginin og mæðgurnar vorum á rölti í miðbæ Rvíkur þegar ósköpin dundu yfir. Ekki varð ég vör við neitt, og enginn virtist kippa sé upp við neitt á n einum tímapunkti. Það var ekki fyrr en elsku mamma hringdi til að kanna viðbrögðin okkar að ég fékk fréttirnar.

En þetta hefur nú verið allsvakalegt. Ég þekki nú til ansi mrgra þarna fyrir austan- sérstaklega á Selfossi og fólk hefur farið misjafnlega út úr þessu. Sem betur fer slasaðist enginn neitt, en innbú flestra er mikið skemmt. Hitavatnslagnir gáfu sig hjá einni vinkonu og allt laust hrundi í gólfi hjá annarri, þ.á.m. sjónvarpið. Sem betur fer var litla Æsutetrið ekki  að leika á góflinu þegar þetta gerðist. Sjokkið sem allir eru í er óskaplegt og ég lái þeim það ekki. Maður bara vonar að allir nái sér sem hið fyrsta. Því það er ekkert djók að þora ekki að vera heima hjá sér.

-yfir og út-

Advertisements

Permalink 2 Comments

Gleði og glaumur…og bömmer

25 May, 2008 at 12:03 am (Hið daglega líf)

Gleði, gleði gleði! Til lukku elsku besta sytir með áfangann! Hún litla systir mín útskrifaðist í dag frá Verzlunarskólanum, öllum í fjölskldunni til ánægju að sjálfsögðu. Ég stóra stolta systirin fór í athöfnina sjálfa, hefði samt betur setið heima, því þetta var alveg drullulangt. En samt, maður leggur nú mikið á sig til að sjá systur sína ná þessum áfanga. Þrátt fyrir óheyrilega langa og nokkuð leiðinlega athöfn (eins og svona athfanir eru nú yfirleitt) þá var hún poppuð upp af og til, með skemmtilegum tónlistarflutningi stúdenta.

glaumur fyglid gleðinni, því seinni partinn var svo veilsa til heiður litlu systur heima hjá mömmu og Gunna. Þangað komu helsur aðilar fjölskyldnanna og allir skemmtu sér vel. Enda alltaf gaman að hitta familíuna. Krakkarnir mínir stóðu sig eins og hetjur. Tryggvi var alveg ofboðslega duglegur og góður og FJóla Rannveig gekk á milli fólks (án þess þó að ganga) og prófaði að vera í fangi hinna ýmsu fjölskyldumeðlima. Hún virtist kunna betur við karlmennina, kyssti og knúsaði Steingrím afabróður sinn svo um munar.

Og þá er komið að bömmer því það er hreinasti bömmer að upplifa enn og aftur ósigur Íslendinga í Júróvisjón. Ekki það að ég hafi haldið að við myndum taka þetta og að keppnin yrði haldi hér að ári… ég bara bjóst einhvern vegin við að okkur myndi vegna betur. En hey, við getum samt ekki kvartað, bæði vorum við 4 sætum ofar en Svíagrýlan okkar, hún Charlotte Perrelli (Karlotta Nilsen), við vorum einnig einu sæti ofar en Danmörk og vorum ofar en Finnar (man hreinlega ekki í hvaða sæti þeir lentu). Þetta þýðir að Noregur var eina Norðurlanda þjóðin sem vegnaði betur en okkur og enduðu þau í 5. sæti. En 14.sætið var ætlað okkur og við bara erum sátt við það, þó svo að það sé bömmer.

En best finnst mér þó að átta mig á því að þessi sögusögn um að Austur-Evrópuþjóðirnar séu með kosningarbandalag og að um hreint og beint samsæri sé að ræða er ósönn. Eða kannski ekki ósönn bara ekki eins óalgeng og við vildum halda. Það kom svo bersýnilega í ljós í þessari keppni hverjir eru frændur vorir. Ég held að hver einasta norðurlandaþjóð hafi gefið hinum einhver stig, til að mynda gáfu Íslendinegar og danir hvor öðrum 12 stigin!!! Áfram Norðurlönd

yfir og út í bili… Júróvisjón verður í Russia að ári!

Permalink 1 Comment

Júrópúró!

22 May, 2008 at 11:07 pm (Hið daglega líf)

Ég eeeeelska júróvisjón en einhverra hluta vegna hef ég ekki komist í stuð þetta árið. Eins og þetta er nú einmitt árið til að detta í júrófílinginn. Gæti ef ég vildi, eytt dögunum í það að horfa og hlusta og pæla í öllum lögum, því það er “ekkert” annað sem bíður mín. Litla rassgatarófan mín, elskar nefnilega tónlist og gæti því unað sér vel við áhugamál mömmunnar. En, ég bara einhvern veginn missti af júró þetta árið. Allavega undirbúningi og það. Seinni undanúrslitariðillinn var í kvöld. Ísland var fyrst á svið. Eurobandið með Regínu og Friðriki Ómar stóð sig með prýði. Þau gerðu þetta svo vel að ég bara var mjög ánægð. Ekki datt sú ánægja neitt niður þegar úrslitin voru ljós. Loksins tókst okkur að hífa okkur upp úr undankeppninni. Tryggvi var svo ánægður að hann hljóp upp til handa og fóta og knúsaði mömmu sína í kaf. Ég sjálf var svo hrærð yfir þessu…. loksins loksins og svo fannst mér viðbrögð hans svo kjút. En allavega, það verður mega júrópartý hér á laugardagskvöldið!!!

p.s. nú stendur yfir smá bloggátak- ætla að vera duglegri að blogga. Allavega eitthvað áfram. Kannski maður verði svo að hætta þessu einn daginn. Stundum finnst mér leim að blogga og stundum finnst mér það algjört must. Get eiginlega ekki ákveðið mig. En allavega, nýtt útlit og ný bloggloforð 😉

Permalink 1 Comment