Júrópúró!

22 May, 2008 at 11:07 pm (Hið daglega líf)

Ég eeeeelska júróvisjón en einhverra hluta vegna hef ég ekki komist í stuð þetta árið. Eins og þetta er nú einmitt árið til að detta í júrófílinginn. Gæti ef ég vildi, eytt dögunum í það að horfa og hlusta og pæla í öllum lögum, því það er “ekkert” annað sem bíður mín. Litla rassgatarófan mín, elskar nefnilega tónlist og gæti því unað sér vel við áhugamál mömmunnar. En, ég bara einhvern veginn missti af júró þetta árið. Allavega undirbúningi og það. Seinni undanúrslitariðillinn var í kvöld. Ísland var fyrst á svið. Eurobandið með Regínu og Friðriki Ómar stóð sig með prýði. Þau gerðu þetta svo vel að ég bara var mjög ánægð. Ekki datt sú ánægja neitt niður þegar úrslitin voru ljós. Loksins tókst okkur að hífa okkur upp úr undankeppninni. Tryggvi var svo ánægður að hann hljóp upp til handa og fóta og knúsaði mömmu sína í kaf. Ég sjálf var svo hrærð yfir þessu…. loksins loksins og svo fannst mér viðbrögð hans svo kjút. En allavega, það verður mega júrópartý hér á laugardagskvöldið!!!

p.s. nú stendur yfir smá bloggátak- ætla að vera duglegri að blogga. Allavega eitthvað áfram. Kannski maður verði svo að hætta þessu einn daginn. Stundum finnst mér leim að blogga og stundum finnst mér það algjört must. Get eiginlega ekki ákveðið mig. En allavega, nýtt útlit og ný bloggloforð 😉

Advertisements

1 Comment

  1. Ásdís said,

    Til lykke með litlu sys – glæsilegt hjá henni og þér líka að byrja aftur að blogga – ekki hætta!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: