Gleði og glaumur…og bömmer

25 May, 2008 at 12:03 am (Hið daglega líf)

Gleði, gleði gleði! Til lukku elsku besta sytir með áfangann! Hún litla systir mín útskrifaðist í dag frá Verzlunarskólanum, öllum í fjölskldunni til ánægju að sjálfsögðu. Ég stóra stolta systirin fór í athöfnina sjálfa, hefði samt betur setið heima, því þetta var alveg drullulangt. En samt, maður leggur nú mikið á sig til að sjá systur sína ná þessum áfanga. Þrátt fyrir óheyrilega langa og nokkuð leiðinlega athöfn (eins og svona athfanir eru nú yfirleitt) þá var hún poppuð upp af og til, með skemmtilegum tónlistarflutningi stúdenta.

glaumur fyglid gleðinni, því seinni partinn var svo veilsa til heiður litlu systur heima hjá mömmu og Gunna. Þangað komu helsur aðilar fjölskyldnanna og allir skemmtu sér vel. Enda alltaf gaman að hitta familíuna. Krakkarnir mínir stóðu sig eins og hetjur. Tryggvi var alveg ofboðslega duglegur og góður og FJóla Rannveig gekk á milli fólks (án þess þó að ganga) og prófaði að vera í fangi hinna ýmsu fjölskyldumeðlima. Hún virtist kunna betur við karlmennina, kyssti og knúsaði Steingrím afabróður sinn svo um munar.

Og þá er komið að bömmer því það er hreinasti bömmer að upplifa enn og aftur ósigur Íslendinga í Júróvisjón. Ekki það að ég hafi haldið að við myndum taka þetta og að keppnin yrði haldi hér að ári… ég bara bjóst einhvern vegin við að okkur myndi vegna betur. En hey, við getum samt ekki kvartað, bæði vorum við 4 sætum ofar en Svíagrýlan okkar, hún Charlotte Perrelli (Karlotta Nilsen), við vorum einnig einu sæti ofar en Danmörk og vorum ofar en Finnar (man hreinlega ekki í hvaða sæti þeir lentu). Þetta þýðir að Noregur var eina Norðurlanda þjóðin sem vegnaði betur en okkur og enduðu þau í 5. sæti. En 14.sætið var ætlað okkur og við bara erum sátt við það, þó svo að það sé bömmer.

En best finnst mér þó að átta mig á því að þessi sögusögn um að Austur-Evrópuþjóðirnar séu með kosningarbandalag og að um hreint og beint samsæri sé að ræða er ósönn. Eða kannski ekki ósönn bara ekki eins óalgeng og við vildum halda. Það kom svo bersýnilega í ljós í þessari keppni hverjir eru frændur vorir. Ég held að hver einasta norðurlandaþjóð hafi gefið hinum einhver stig, til að mynda gáfu Íslendinegar og danir hvor öðrum 12 stigin!!! Áfram Norðurlönd

yfir og út í bili… Júróvisjón verður í Russia að ári!

Advertisements

1 Comment

  1. Ragnhildur said,

    Oooo, takk fyrir það elsku stóra systir !! 🙂 :*

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: