Jarðskjálfti-NN

30 May, 2008 at 9:37 am (Hið daglega líf)

Jæja, þá hefur enn einn jarðskjálftinn riðið yfir án þess að Skellibjallan verði hans vör! Það er eithvða með mig og jarðskjálfta, ég finn ekki fyrir þeim. Skjálftinn 2000 fór ekki framhjá mörgum- nema jú mér. Ég hef þó þá afsökun að ég var líklega í bíl akkúrat á meðan. Eftirskjálftarnir fóru fram hjá mér þá líka, nema einn þeirra En ég fann ekki beint fyrir honum- heldur bara svimaði mig. Jarðskjálftar í gamla daga trufluðu mig aldrei- því ég fann þá aldrei. Meira að segja gisiti ég eina helgi í Hveragerði back in the day og þá kom smá jarðskjálftahrina sem allir fundu fyrir alla helgina- nema ég. Og gærdagurinn var engin undantekning. Við mæðginin og mæðgurnar vorum á rölti í miðbæ Rvíkur þegar ósköpin dundu yfir. Ekki varð ég vör við neitt, og enginn virtist kippa sé upp við neitt á n einum tímapunkti. Það var ekki fyrr en elsku mamma hringdi til að kanna viðbrögðin okkar að ég fékk fréttirnar.

En þetta hefur nú verið allsvakalegt. Ég þekki nú til ansi mrgra þarna fyrir austan- sérstaklega á Selfossi og fólk hefur farið misjafnlega út úr þessu. Sem betur fer slasaðist enginn neitt, en innbú flestra er mikið skemmt. Hitavatnslagnir gáfu sig hjá einni vinkonu og allt laust hrundi í gólfi hjá annarri, þ.á.m. sjónvarpið. Sem betur fer var litla Æsutetrið ekki  að leika á góflinu þegar þetta gerðist. Sjokkið sem allir eru í er óskaplegt og ég lái þeim það ekki. Maður bara vonar að allir nái sér sem hið fyrsta. Því það er ekkert djók að þora ekki að vera heima hjá sér.

-yfir og út-

Advertisements

2 Comments

  1. Þórunn Sigþ. said,

    Já Hildur.. þetta er búið að vera frekar skrýtinn tími undanfarna daga… Vildi óska að ég hefði bara verið einhversstaðar annarsstaðar.. he.he.he.. en ég er svo heppin ( eða hittog) að hafa upplifað þetta líka árið 2000 en þá var ég á Hvolsvelli…. En ég slapp mjög vel með íbúðina mína þó maður sjái nokkrar sprungur í veggjum…
    Þetta er bara vonandi yfirstaðið 😉

  2. Skellibjallan said,

    Hey, Þórunn, ég man eftir því þegar skjálftinn 2000 reið yfir og þú varst að lýsa því hvernig þetta var í sveitinni hjá ykkur. Það er samt svo skrítið að vita ekki alveg hvenrig þessi tilfinning er! Ekki að ég sakni þess eitthvað. Bara skrítið að gera ekki tekið þátt í samræðum sem snúa að því hvernig er að finna fyrir jörðinni skelfa undir fótum sér…. ég finn mér þá bara eitthvað annað til að tala um!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: