30 árin

29 August, 2008 at 10:09 pm (Hið daglega líf)

Jæja, þá er bara komið að því. Maður er að nálgast þessa 30 ára tölu óðfluga. Ekki það að ég hræðist hana, en mér finnst 30 ár samt svolítið mikið. Mér líður líka voða eins og ég sé bara ennþá 20 ára. Ég man vel þegar pabbi hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Þá var hann ótrúlega gamall…. og ég var hundfúl að fá ekki að vera með í veislunni. Var send til ömmu og afa, eftir matinn og ræðurnar… svona þegar barinn opnaði! En még finnst ég ekkert vera svona gömul- eins og mér fannst pabbi vera þegar hann varð 30 ára. En það er spurning hvað Tryggva finnst. Honum finnst ég eflasut hundgömul.

Talandi um veislur. Ég ætlaði ekker tað halda neitt stór upp á afmælið mitt, svona þannig séð. Ákvað að hafa smá boð fyrir nánustu fjölskylumeðlimi og fara svo bara til útlanda með eiginmanninum. Hélt kökuboð síðustu helgi… það var rosa fínt, fyrir utan það að sumir ákváðu að þetta væri ekki merkilegur áfangi og létu ekki sjá sig, né létu vita af sér. Þetta var nú líka fyrsta afmælisveisla litlunnar minnar og sumir sáu sér ekki fært að mæta. En þeir sem komu fengu þeim mun betir þjónustu og veitingar. Takk takk allir fyrir mig og mína!

En að öðru- en þó tengdu. Ég fékk ansi furðulegt símtal í dag. Það var blaðamaður hjá DV, sem sagðist sjá það í bókum sínum að ég ætti stórafmæli á næstunni. Hún tjáði mér ða þau væru alltaf með smá greinagerð, mynd og viðtal af afmælisbörnum dagsins og spurði hvort ég vildi vera með. Það yrði bara svona spajjal um hvða ég ætlaði að gera á afmælisdaginn, hvort ég myndi halda upp á það og svoleiðis. Ég hélt fyrst að þetta væri djók í einhverjum en hún fullvissaði mig um að svo væri ekki (hvað veit ég svosem, les ALDREI DV). En ég þakkaði henni fyrir en afþakkaði boðið um 15 mín frægðina. Get ekki séð að ég myndi fíla þetta. Eyjó sagði að ég hefði átt að stökkva á þetta- en ég held ekki. Finnst bara gott að getað bloggað um þetta á mínu bloggi, ekki að allir lesi um afmælið mitt og mínar planleggingar um það.

Advertisements

Permalink 1 Comment

SILFUR!!!

22 August, 2008 at 2:30 pm (Hið daglega líf)

Ég varla trúi þessu, þetta er svo geggjað og frábært að ég bara á ekki til aukatekiðorð. Jú ég á nokkur orð: Frábært, Geggjað, Æðislegt, Ótrúelgt.

Þetta var svo sennandi að ég hélt á tímabili að ég myndi ekki getað horft á þetta. Enda varð ég að fara endrum og eins frá skjánum til að jafna mig. En seinustu mín voru dásamlegar og eftir að sigurinn var í höfn táraðist ég með liðinu. Mér fannst ótrúlegt að sjá þjálfarann, hann var í leiðslu og strákarnir grétu hreinlega af gleði.

Ég er að sjáflsögðu að tala um íslenska liðið í handbolta sem var rétt í þessu að næla sér í úrslitaviðureign á Ólympíuleikunum í Peking. Það er ljóst að þeir eru allavega komnir með silfri- þurfa bar aða vinna Frakkana til að ná gullinu. Og þangað ætlum við. En silfur er líka flott!

Permalink Leave a Comment