30 árin

29 August, 2008 at 10:09 pm (Hið daglega líf)

Jæja, þá er bara komið að því. Maður er að nálgast þessa 30 ára tölu óðfluga. Ekki það að ég hræðist hana, en mér finnst 30 ár samt svolítið mikið. Mér líður líka voða eins og ég sé bara ennþá 20 ára. Ég man vel þegar pabbi hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Þá var hann ótrúlega gamall…. og ég var hundfúl að fá ekki að vera með í veislunni. Var send til ömmu og afa, eftir matinn og ræðurnar… svona þegar barinn opnaði! En még finnst ég ekkert vera svona gömul- eins og mér fannst pabbi vera þegar hann varð 30 ára. En það er spurning hvað Tryggva finnst. Honum finnst ég eflasut hundgömul.

Talandi um veislur. Ég ætlaði ekker tað halda neitt stór upp á afmælið mitt, svona þannig séð. Ákvað að hafa smá boð fyrir nánustu fjölskylumeðlimi og fara svo bara til útlanda með eiginmanninum. Hélt kökuboð síðustu helgi… það var rosa fínt, fyrir utan það að sumir ákváðu að þetta væri ekki merkilegur áfangi og létu ekki sjá sig, né létu vita af sér. Þetta var nú líka fyrsta afmælisveisla litlunnar minnar og sumir sáu sér ekki fært að mæta. En þeir sem komu fengu þeim mun betir þjónustu og veitingar. Takk takk allir fyrir mig og mína!

En að öðru- en þó tengdu. Ég fékk ansi furðulegt símtal í dag. Það var blaðamaður hjá DV, sem sagðist sjá það í bókum sínum að ég ætti stórafmæli á næstunni. Hún tjáði mér ða þau væru alltaf með smá greinagerð, mynd og viðtal af afmælisbörnum dagsins og spurði hvort ég vildi vera með. Það yrði bara svona spajjal um hvða ég ætlaði að gera á afmælisdaginn, hvort ég myndi halda upp á það og svoleiðis. Ég hélt fyrst að þetta væri djók í einhverjum en hún fullvissaði mig um að svo væri ekki (hvað veit ég svosem, les ALDREI DV). En ég þakkaði henni fyrir en afþakkaði boðið um 15 mín frægðina. Get ekki séð að ég myndi fíla þetta. Eyjó sagði að ég hefði átt að stökkva á þetta- en ég held ekki. Finnst bara gott að getað bloggað um þetta á mínu bloggi, ekki að allir lesi um afmælið mitt og mínar planleggingar um það.

Advertisements

Permalink 1 Comment

SILFUR!!!

22 August, 2008 at 2:30 pm (Hið daglega líf)

Ég varla trúi þessu, þetta er svo geggjað og frábært að ég bara á ekki til aukatekiðorð. Jú ég á nokkur orð: Frábært, Geggjað, Æðislegt, Ótrúelgt.

Þetta var svo sennandi að ég hélt á tímabili að ég myndi ekki getað horft á þetta. Enda varð ég að fara endrum og eins frá skjánum til að jafna mig. En seinustu mín voru dásamlegar og eftir að sigurinn var í höfn táraðist ég með liðinu. Mér fannst ótrúlegt að sjá þjálfarann, hann var í leiðslu og strákarnir grétu hreinlega af gleði.

Ég er að sjáflsögðu að tala um íslenska liðið í handbolta sem var rétt í þessu að næla sér í úrslitaviðureign á Ólympíuleikunum í Peking. Það er ljóst að þeir eru allavega komnir með silfri- þurfa bar aða vinna Frakkana til að ná gullinu. Og þangað ætlum við. En silfur er líka flott!

Permalink Leave a Comment

Jarðskjálfti-NN

30 May, 2008 at 9:37 am (Hið daglega líf)

Jæja, þá hefur enn einn jarðskjálftinn riðið yfir án þess að Skellibjallan verði hans vör! Það er eithvða með mig og jarðskjálfta, ég finn ekki fyrir þeim. Skjálftinn 2000 fór ekki framhjá mörgum- nema jú mér. Ég hef þó þá afsökun að ég var líklega í bíl akkúrat á meðan. Eftirskjálftarnir fóru fram hjá mér þá líka, nema einn þeirra En ég fann ekki beint fyrir honum- heldur bara svimaði mig. Jarðskjálftar í gamla daga trufluðu mig aldrei- því ég fann þá aldrei. Meira að segja gisiti ég eina helgi í Hveragerði back in the day og þá kom smá jarðskjálftahrina sem allir fundu fyrir alla helgina- nema ég. Og gærdagurinn var engin undantekning. Við mæðginin og mæðgurnar vorum á rölti í miðbæ Rvíkur þegar ósköpin dundu yfir. Ekki varð ég vör við neitt, og enginn virtist kippa sé upp við neitt á n einum tímapunkti. Það var ekki fyrr en elsku mamma hringdi til að kanna viðbrögðin okkar að ég fékk fréttirnar.

En þetta hefur nú verið allsvakalegt. Ég þekki nú til ansi mrgra þarna fyrir austan- sérstaklega á Selfossi og fólk hefur farið misjafnlega út úr þessu. Sem betur fer slasaðist enginn neitt, en innbú flestra er mikið skemmt. Hitavatnslagnir gáfu sig hjá einni vinkonu og allt laust hrundi í gólfi hjá annarri, þ.á.m. sjónvarpið. Sem betur fer var litla Æsutetrið ekki  að leika á góflinu þegar þetta gerðist. Sjokkið sem allir eru í er óskaplegt og ég lái þeim það ekki. Maður bara vonar að allir nái sér sem hið fyrsta. Því það er ekkert djók að þora ekki að vera heima hjá sér.

-yfir og út-

Permalink 2 Comments

Gleði og glaumur…og bömmer

25 May, 2008 at 12:03 am (Hið daglega líf)

Gleði, gleði gleði! Til lukku elsku besta sytir með áfangann! Hún litla systir mín útskrifaðist í dag frá Verzlunarskólanum, öllum í fjölskldunni til ánægju að sjálfsögðu. Ég stóra stolta systirin fór í athöfnina sjálfa, hefði samt betur setið heima, því þetta var alveg drullulangt. En samt, maður leggur nú mikið á sig til að sjá systur sína ná þessum áfanga. Þrátt fyrir óheyrilega langa og nokkuð leiðinlega athöfn (eins og svona athfanir eru nú yfirleitt) þá var hún poppuð upp af og til, með skemmtilegum tónlistarflutningi stúdenta.

glaumur fyglid gleðinni, því seinni partinn var svo veilsa til heiður litlu systur heima hjá mömmu og Gunna. Þangað komu helsur aðilar fjölskyldnanna og allir skemmtu sér vel. Enda alltaf gaman að hitta familíuna. Krakkarnir mínir stóðu sig eins og hetjur. Tryggvi var alveg ofboðslega duglegur og góður og FJóla Rannveig gekk á milli fólks (án þess þó að ganga) og prófaði að vera í fangi hinna ýmsu fjölskyldumeðlima. Hún virtist kunna betur við karlmennina, kyssti og knúsaði Steingrím afabróður sinn svo um munar.

Og þá er komið að bömmer því það er hreinasti bömmer að upplifa enn og aftur ósigur Íslendinga í Júróvisjón. Ekki það að ég hafi haldið að við myndum taka þetta og að keppnin yrði haldi hér að ári… ég bara bjóst einhvern vegin við að okkur myndi vegna betur. En hey, við getum samt ekki kvartað, bæði vorum við 4 sætum ofar en Svíagrýlan okkar, hún Charlotte Perrelli (Karlotta Nilsen), við vorum einnig einu sæti ofar en Danmörk og vorum ofar en Finnar (man hreinlega ekki í hvaða sæti þeir lentu). Þetta þýðir að Noregur var eina Norðurlanda þjóðin sem vegnaði betur en okkur og enduðu þau í 5. sæti. En 14.sætið var ætlað okkur og við bara erum sátt við það, þó svo að það sé bömmer.

En best finnst mér þó að átta mig á því að þessi sögusögn um að Austur-Evrópuþjóðirnar séu með kosningarbandalag og að um hreint og beint samsæri sé að ræða er ósönn. Eða kannski ekki ósönn bara ekki eins óalgeng og við vildum halda. Það kom svo bersýnilega í ljós í þessari keppni hverjir eru frændur vorir. Ég held að hver einasta norðurlandaþjóð hafi gefið hinum einhver stig, til að mynda gáfu Íslendinegar og danir hvor öðrum 12 stigin!!! Áfram Norðurlönd

yfir og út í bili… Júróvisjón verður í Russia að ári!

Permalink 1 Comment

Júrópúró!

22 May, 2008 at 11:07 pm (Hið daglega líf)

Ég eeeeelska júróvisjón en einhverra hluta vegna hef ég ekki komist í stuð þetta árið. Eins og þetta er nú einmitt árið til að detta í júrófílinginn. Gæti ef ég vildi, eytt dögunum í það að horfa og hlusta og pæla í öllum lögum, því það er “ekkert” annað sem bíður mín. Litla rassgatarófan mín, elskar nefnilega tónlist og gæti því unað sér vel við áhugamál mömmunnar. En, ég bara einhvern veginn missti af júró þetta árið. Allavega undirbúningi og það. Seinni undanúrslitariðillinn var í kvöld. Ísland var fyrst á svið. Eurobandið með Regínu og Friðriki Ómar stóð sig með prýði. Þau gerðu þetta svo vel að ég bara var mjög ánægð. Ekki datt sú ánægja neitt niður þegar úrslitin voru ljós. Loksins tókst okkur að hífa okkur upp úr undankeppninni. Tryggvi var svo ánægður að hann hljóp upp til handa og fóta og knúsaði mömmu sína í kaf. Ég sjálf var svo hrærð yfir þessu…. loksins loksins og svo fannst mér viðbrögð hans svo kjút. En allavega, það verður mega júrópartý hér á laugardagskvöldið!!!

p.s. nú stendur yfir smá bloggátak- ætla að vera duglegri að blogga. Allavega eitthvað áfram. Kannski maður verði svo að hætta þessu einn daginn. Stundum finnst mér leim að blogga og stundum finnst mér það algjört must. Get eiginlega ekki ákveðið mig. En allavega, nýtt útlit og ný bloggloforð 😉

Permalink 1 Comment

Okur!

20 April, 2008 at 2:58 pm (Hið daglega líf)

Svona í tilefni þess að allt er að hækka og Dr. Gunni heldur úti okrusíðu (sem við hjónin lesum reglulega) þá verð ég að pósta hér inn fáránlegasta okrinu sem ég hef séð núna í nokkra daga… leyfi viðkomandi að tjá sig sjálfur

457    Vinkona mín ætlaði að halda smá veislu og var nýlega búinn að fá brochure
frá áhaldaleigu BYKO heim til sín. Þar var hún búin að sjá borð og stóla
sérstaklega til leigu fyrir veislur og samkvæmi. Kom það fram í blaðinu
smá verðdæmi um leigu á stólum. Hún ákvað að hringja til að vita hvort
stólar og borð væru til og að verðið væri það sama. Starfsmaður BYKO sagði
henni að hann ætti nóg af stólu og borðum en verðið hefði hækkað útaf
gengisfalli krónunar um 20% !! Alveg ótrúlegt.. Hvernig í ósköpum getur
þessi verslun verið svona kræf að hækka allt um 20% Og það gamla notaða
stóla sem er fyrir útleigu? Get allavega sagt BYKO mönnum að ég er enn að
segja þessa sögu þeim sem ég hitti. OG NEI, Ég reyni eftir bestu getu að
versla ekki neitt í BYKO eða Húsasmiðjunni. OKUR verslanir.http://www.this.is/drgunni/okur.html

 

Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð! Hvernig getur gegnið haft áhrif á vöru sem er löngu búið að borga… ég meina gömu og notuð vara- ég á ekki til orð….

Mæli með að þið skoðið okursíðu doktorsins http://this.is/drgunni– maður getur eiginlega ekki orðið meira hissa!

Permalink Leave a Comment

Hvernig er þetta hægt??

12 April, 2008 at 10:00 am (Hið daglega líf)

http://www.visir.is/article/20080412/FRETTIR01/979066603

Maður hefði haldið að það væri eftirlit með þessu… nógu mikið er nú eftirlitið upp á velli. Ég sem íslendingur þarf að fara í gegnum heljarinnar tékk bara til að koamst heim- hvað þá með útlendinga. Er ekki einu sinni tékkað hvort þeir séu á sakaskrá?? Skil þetta ekki!

Permalink Leave a Comment

Spaugstofan enn og aftur…

30 January, 2008 at 9:33 pm (Hið daglega líf)

Áður en ég hef upp raust mína á nýju ári ætla ég bara að afsaka þetta bloggleysi. Það er tilkomið vegna þess að ég hef bara ekki nennt að blogga og varla hef tíma til þess. Og hana nú…. Tek kannski upp þráðinn seinna og verð voða dugleg- en þangað til þá, koma svona ein og ein færsla um það sem hæst ber að frétta í það og það skiptið.

Eftir valdrán (í örðuveldi) í borginni, sá Spaugstofan sér ekki annað fært en að gera sérstakan þátt um það, núna laugardagskvöldið 26.janúar 2008. Þvílíkt fíaskó sem varð af því. Fólk er að missa sig yfir þessu. Mér hinsvegar fannst þetta algjör snilld. Það var verið að sýna fram á hversu óheilbrigt það er að vera að velta heilbriðið væntanlegs borgarstjóra fyrir sér, með þeim hætt sem gert var. Jújú, sjálfsagt mál að fara yfir þetta en kom on… þetta er nú ekki 100 í hættunni. Nú ef hann bilast eða veikist… þá hafa þeir alltaf Villa til að taka við völdum (er það ekki einmitt það sem þeir vilja). Mér fannst Spaugstofan koma þessu vel frá sér og hafði einmitt á orði við Eyjó hvað þetta væri nú flott hjá þeim, þó svo að þetta værí jú á gráu svæði. Fólk missti það svo bara á sunnudeginum og mánudeginum. Karl Ágúst látinn svara fyrir gjörðir þeirra og þá kom upp úr krafsinu að þeir voru einmitt að sýna fram á hversu fáránlegt þetta hefði verið. Ég skildi þetta, held að meira en helmginurinn af þjóninn hafi skilið djókið- hinir eru bara húmorslausir og eiga bara að horfa á ameríska grínþætti!

Allir dafna vel á bænum en litli ljónsunginn er að upplifa fyriu alvöru veikindi sín, sem eru þó “bara” kvef og hósi en því fylgir svefnleysi og lystarleysi- sem hefur jú í för með sér þreytta og pirraða móður. Alltaf gaman að þessu!

Yfir í bili!

Permalink 3 Comments

Að rifja upp gamla tíma…

20 December, 2007 at 1:42 am (Hið daglega líf)

Sit hér frammi í stofu í þvílíkri notalgíu… Get ekki sofið, þar sem ég svaf svo lengi í dag.

Litla daman búin að vera veik og ég eyddi mestun parti af seinni partinum og kvöldinu í ganga með hana um gólf og raula. Var búin með allan jólapakkann. Heims um ból í hálfgerðri óperuútsetningu virkar vel á óróleg börn! Var líka búin með leikskólalagapakkann og vantaði eitthvað nýtt til að syngja… datt inn á gamalt lag í höfðinu á mér, Ástarbréf merkt x… með hljómsveitinni Model. Söng það hástöfum fyrir litla kvefpúkann minn, stóra gæanum til mikillar mæðu. Ákvað svo í kvöld að kíka inn á tonlist.is og hlusta á sýnishorn af þessu lagi… oh það var indælt. Í leiðinni hlustaði ég á fleiri lög með þessari ágætu hljómsveit, s.s Lífið er lag, Svart og hvítt og fleira. Ég ferðaðist langt aftur í tímann í huganum. Var skyndilega komin á Háaleitisbrautina nr. 34 á 3 hæð. Var inn í hvíta og bleika herberginu hennar Jóhönnu og ég og hún stóðum í svefnsófanum hennar með hárburstana okkar og mæmuðum Model… o en yndislegur tími.

Nú fyrst ég var komin í þennan pakka, og var búin að hlusta á sýnishorn af Modellögunum, þá fór ég í næsta pakka, Stjórnina. Úff, það var alveg jafn fáranlegt og gaman. Lög eins og Yatsy, Eitt lag enn, Ég lifi í voninni og Alla leið, komu mér til að brosa út að eyrum og gáfu mér líka smá kjánahroll.

Næst á dagskrá er að færa mig nær í tíma, ætli maður taki ekki Jet Black Joe næst og svo kannski Súrefni… hahaha

Já jólin jólin jólin koma brátt….

Permalink Leave a Comment

Fáránlegt

30 November, 2007 at 11:04 pm (Hið daglega líf)

Arrrggg- ég er svo pirruð yfir nýjasta útspili Hagkaupa að ég iða í skinninu og langar að öskra….

Bendi á tvo tengla hér sem að lýsa nákvæmlega hvernig mér líst á þetta

http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/377980/

http://www.dofri.blog.is/blog/dofri/entry/378189/

Þvílík endemis vitleysa og afturför hjá þessari flottu búð. Djísus…. ég bara get eiginlega ekki komið upp orði vegna þess hverslu hneyksluð ég er. Ætla að róa mig aðeins og get svo kannski tjáð mig um þetta.

En hvað…ætla þeir að henda mér út ef ég vil horfa á leikinn á meðan að Eyjó verslar í matinn. Eða hvað með menn eins og Eyjó, sem hafa bara ekki áhuga á enska boltanum en “meika” ekki að versla með konunni sinni, fá þeir enga “pabbapössun” Arrrg þetta er svo staðlað og glatað eitthvað… tjái mig betur um þetta þegar reiðin hefur minnkað.

Permalink 4 Comments

Next page »