Hefur alltaf fundist þessi alveg frábær…

30 October, 2007 at 5:16 pm (Hið daglega líf)

Skipstjóri í afleysingum…..

Hann var í fríi og lá í landi

að leysa af heima var enginn vandi,

konan var að því komin að fæða

og hvergi um húshjálp að ræða,

En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin

þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?

Konan var heima og hafði engu að sinna

nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.

Hún sagði: Elskan þú þarft ekkert að gera,

aðeins hjá börnunum heima að vera,

ég er búin að öllu, þvo og þjóna,

þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.

Matur er útbúinn allur í kistunni,

það ætti að duga svona í fyrstunni,

aðeins að líta eftir öngunum átta,

yla upp matinn og láta þau hátta”

Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa

og ná sér í ærlegan skemmtipésa,

hann var ekki sestur og var nokkuð hissa

er vældi í krakka: mér þarf að pissa”

Vart þeirri athöfn var að ljúka

er veinaði annar: Eg þarf að kúka”

Þarna var engin einasti friður

ef ætlaði hann að tylla sér niður,

Dagurinn leið svo í sífelldum önnum

sem ei voru bjóðandi mönnum,

þvílikt og annað eins aldrei í lífinu

útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.

Ölduna stíga í ósjó og brælu

var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,

en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi

skiljandi áflogaseggina veinandi!

Ef eitt þurfti að  éta varð annað að skíta

og engin friður í bók að líta,

en hún sagði “Elskan.þú þarft ekkert að gera

aðeins hjá börnunum heima að vera,”

Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,

Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið

seiddi í draumheimana angana átta

en ekki var pabbi farin að hátta,

Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur

yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,

og horfði yfir stofuna: “hamingjan sanna

hér á að teljast bústaður manna,

“Það skyldi hann aldrei á ævinni gera

í afleysingu slíkri sem þessari vera,

þó væri íboði og á þvi væri raunin

að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin”

En þetta á konan kauplaust að vinna

og kallað að hún hafi engu að sinna

af daglangri reynslu hans virtist það vera

að væri stundum eitthvað að gera.

Áfram með störfin ótt líður tíminn

“Æ aldrei friður nú hringir síminn,

halló, var sagt, það er sætt ég túlka,

þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.

Hann settist á stól og fann til svima og klígju,

hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu,”

Ég þarf að taka til öruggra varna,

ég ákveð á stundinni að hætta að barna.

Advertisements

Permalink 1 Comment

Gengin út!

28 October, 2007 at 1:02 pm (Hið daglega líf)

Jæja, þá er maður loksins genginn út. Ekki hægt að skila mér lengur.

Við Eyjó giftum okkur óvænt í lok skírnarathafnar Fjólu Rannveigar sunnudaginn 14. október.  Þetta var mjög skemmtilegt og kom öllum á óvart. Þið hefðuð átt að sjá framan í ættingja okkar þegar brúaðrmarsinn hljómaði. Algjör snilld

 20071021004607_7.jpg

Annars var ég fyrst að komast á bloggið núna, búið að vera lok lok og læs og allt í stáli…. kemur kannski ekki að sök, þar sem barnalandssíðan hefur eiginlega tekið við- a.m.k með fréttir af fjölskyldunni. Heyrumst síðar

Permalink Leave a Comment

Dúkkó

24 September, 2007 at 12:18 am (Hið daglega líf)

Oh, hvað er gaman að eiga litla dúkku! Við fórum í skírnarveislu í gær og ég klæddi litlu dömuna mína upp í kjól í fyrsta skiptið. Það var bara gaman. Það kannski sést ekki nógu vel á þessari mynd- en hún var svo fín!

Permalink 2 Comments

Oh en sætt!

2 September, 2007 at 10:39 pm (Uncategorized)

20070828174704_27.jpg

20070902164937_8.jpg

Krúttin mín á góðri stundu

Permalink 2 Comments

Í byrjun skólaárs…

2 September, 2007 at 10:35 pm (Uncategorized)

Stolinn af annarri síðu- en samt sem áður algjör snilld:

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði til hans og brosti blíðlega. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. “Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns” svaraði hún.

Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér: “Ha… ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér… ó mæ god, ég þekkti þig ekki!”

Konan svaraði svipbrigðalaust: “Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!”

Permalink Leave a Comment

Afmælisstelpa ;)

1 September, 2007 at 7:30 pm (Uncategorized)

Ég er afmælisstelpa í dag. Ég á nefnilega afmæli í dag, þennan flotta dag 1.september. Hef alltaf verið svo stolt af þessum degi, finnst hann svo flottur og svo byrjuðu skólarnir alltaf þennan dag í gamla daga.

Mamma og Gunni buðu mér og fjölskyldunni í morgunkaffi í morgun. Það var voða næs. Fyrir utan það að við vorum sein. Jamm og já, það er sko fyrirtæki að vera komin með snúllu sem þarf þjónustu áður en aðrir hlutir eru gerðir. Svo vorum við öll svo þreytt líka.  Eftir hádegi kom Una vinkona með bakkelsi úr bakaríi og svo komu Bjarki og Guðný með krakkana. Mikið var gaman fyrir þá stóru að leika saman og fyrir okkur foreldrara að sjá litlu frændsystkinin kúra saman. Algjörir gullmolar.

Hellingur af fólki búið að hringja, senda sms eða hafa samband á annan hátt. Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvað margir muna eftir afmæli manns og þykir alltaf jafn vænt um það. Takk þið öll fyrir að muna þetta. Þið eruð best!

Það verður nú ekki mikið gert annað í tilefni afmælisins, kallinn fór og náði í skyndibita- enginn nennti að elda og svo verður bara glápt á TV, enda ekkert annað í boði með tvö börn á heimlinu og það yngra tæpra 2 vikna! Ég get farið að láta mig hlakka til næsta afmælis, þá verður nefnielga stórafmæli og þá verð ég í USA. Ákvað það fyrir hálfu ári að eyða þrítugsafmælinu eða allavega að fagna því með því að skella mér til USA með kallinum. En ég hef heilt ár til að láta mig hlakka til þess.

Góðar stundir

Skellibjallan 29 ára

Permalink 2 Comments

Fallegu börnin mín

26 August, 2007 at 1:22 pm (Uncategorized)

Ég er svo heppin að eiga tvo yfirmáta falleg og yndisleg börn. Það yngra, “Lillsa” fæddist 20. ágúst kl. 02.33 og var 16 merkur og 49,5 cm. Öllum heilsast vel og eru kátur. Stóri bróðirinn afsakplega stoltur af Lillsunni sinni og dýrkar hana og dáir, en finnur samt fyrir afbrýðissemi af og til- sem er líkast til bara eðlilegt.

 20070823220847_8.jpg

Permalink 3 Comments

Blóraböggull

14 August, 2007 at 5:12 pm (Líf og fjör)

Jáhá, núna á að kenna “reykingabanninu” um ólætin og subbuskapinn í miðborg Reykjavíkur. Mikið ofsalega finnst mér kjánalegt þegar skuldinni er skellt á allt annað en það er. Skv Textavarpinu í gærkvöldið þá telja veitingamenn þetta ástand vera blessaða reykingabanninu að kenna. Spurning um að skoða kannski aðeins naflann sinn!

Auðvitað er þetta ekki reykingabanninu sjálfu að kenna, þetta er fólkinu að kenna. Fólkið er með læti og fólkið er sóðar. Fólk þarf bara að drekka minna, lemja minna, drepa í í öskubakkanum og hriða upp eftir sig. Ekki láta eins og 5 ára krakki og kenna öðru um – það er barnaskapur!

Annars er ekkert að gerast og ég bara bíð- og mun bíða áfram.

Permalink 2 Comments

Settur dagur í dag!

13 August, 2007 at 12:42 pm (Líf og fjör)

Sko, fyrir svona u.þ.b. mánuði síðan varð ég skyndilega mjög ólétt. Það voru allir sammála mér, ég átti erfiðara með allar hreyfingar og mæddist auðveldlega og þreyttist, bara þetta vanalega. En í gær, þá vaknaði ég óléttari. Ég hélt reyndar að það væri ekki hægt- en jújú það er sko hægt. Og í gær var ég gjörsamlega við það að springa. Eg fann mér engin föt, fannst öll svo óþæginleg og þrengja að, mér meira að segja finnst húðin of þröng á mig og þess vegna finnst mér ég vera að springa! Þetta er ekki skemmtilegt. Ég geng um eins og mörgæs eða þaðan af verra eða argasta gamalmenni jafnvel. Ég er mjög ólétt- og það er ekki gaman. Sérstaklega ekki þegar settur dagur er í dag!

En til að róa sjálfa mig niður, þá held ég að þessi pirrinugr sé einmitt tilkominn vegna þeirrar staðreyndar að settur dagur er í dag. Ég veit vel að fæst börn koma á réttum degi- en mitt hefði alveg mátt það 😉 Ég var sko ekki svona þegar ég gekk með Tryggva minn og held einmitt að af því að þetta er ekki fyrsta barn þá sé ég svona óþolinmóð. Allavega hef ég rætt það við fleiri og þær hafa sagt það sama, að þær hafi verið mun þolinmóðari með fyrstu börn en næstu. Svo kannski er ég ekki eins klikkuð og ég hélt!

Annars bara vona ég að þessari meðgöngu fari að ljúka, það er svo mikið skemmtilegra að fá að halda á og knúsa krílið frekar en að bera það í bumbunni.

Permalink 7 Comments

Koma svo….

9 August, 2007 at 4:20 pm (Líf og fjör)

Jæja, ég sem hélt í gær að litlan mín ætlaði að hlýða mömmu sinni og koma í heiminn á þessum líka fína degi sem er í dag. 09.08.07. Málið er sko að ég fór að fá mjög reglulega verki, með 6 mín millibili í gærkvöldið, þorði nú ekkert að vona svona fyrst í stað en e 40 mín þá fór ég að leyfa mér að vona…. en þegar þetta hafði staðið yfir í 50 mín, þá bara hætti allt. Jújú, komu svosem verkir af og til en ekkert til að hrópa húrra yfir. Svo þessi dama ætlar ekki að gera eða fara eftir því sem móðir hennar vill- ekkert frekar en bróðir hennar gerir..jah eða pabbi hennar ef út í það er farið 😉

En mikið geta þessi seinustu dagar verið leiðinlegir. Ég fékk fyrirmæli um hvíld frá ljósunni í gær, sökum hækkaðs blóþrýsingins- en ég er búin að vera rokka upp og niður og henni líst ekkert á það. En sjáið þið mig fyrir ykkur í algjörri hvíld? Það er það tilganglausasta sem ég veit! Ég meika það hreinlega ekki, er reyndar búin að vera nokkuð dugleg í dag, þó svo að ég hafi aðeins skroppið í IKEA í morgun- hreinlega varð sko! Mamma ætlar svo að bjóða okkur í mat í kvöld og þá þarf maður bara ekki að elda einu sinni. Planið er svo að fara í hiett bað í kvöld og þá hlýt ég að vera búin að hvíla mig nóg í dag. Þá þarf ég bara að finna út hvíldarplan f morgundaginn- oh og næstu 2 vikur líka!  Jafnvel lengra- hver veit nema að maður gangi fullar 2 vikur framyfir! Úff, sko heilsunnar vegna, jafn minnar og annarra, þá aðallega andlegrar heilsu vegna þá vona ég að það gerist ekki.

En til að gera mér þetta ennþá bærilegra, þá eru 3 konur sem áttu að eiga á eftir mér búnar að koma sínum krílum í heiminn. Ekki það að ég sé öfundsjúk eða þannnig (kannski bara smá) En ég hlýt að spyrja mig af hverju ég fái ekki að njóta þess líka. Það eru 3 aðrar setta á eftir mér. Ein fer í keisara 16.ágúst oghinar koma svo seinna. Eigum við ekki bara að klára þetta, láta þær eiga bara líka svo ég verði alveg örugglega langsíðust! Hahahah það væri nú svosem gott á mig- en ég veit ekki.

Permalink 1 Comment

« Previous page · Next page »