Ammælisstelpa

3 September, 2006 at 11:08 pm (Líf og fjör)

Júhú, nú er maður bara búinn að eiga afmæli. Það var á föstudaginn og var afmælisdagurinn góður að vanda. Skólinn byrjaði þá eins og svo oft áður og það var bara fínt að fara svona í einn tíma og fá svo helgargfrí.

Ég þakka öllum sem að hringdu og sendu mér skilaboð og skeyti! Ég hafði ekki tíma né nenni að þakka öllum persónulega svo hér með er þakklæti mínu komið á framfæri til allra. Takk takk takk fyrir að hugsa til mín.

Eftir skóla hittumst við Ásdís og María á Hressó, bara svona for old time sake…það var fínt. Um kvöldið fórum við skötuhjúin út að borða og í bíó. Það var sko voða kósý og fínt- að sjálfsögðu. Í gær var svo heldur betur tekið á því. Við Ásdís og María höfðum ætlað út að borða í tilefni afmæla okkar- en engin okkar hafði haldið neitt sérstaklega upp á þau. Hinsvegar forfallaðist María, svo við Ásdís fórum bara tvær. Við fórum á Hereford, fengum okkur fordrykk, þriggja rétta máltíð og rauðvín og bjór og skot og borgðuðum 3000 kall á mann fyrir það. Ekki slæmt! Svo ætluðum við að gera eitthvað en vissum ekki hvað. SKyndlega var Ásdís búin að plata mig á Sálarball í Mosó. Og ég sem ætlaði aldrei fyrir mitt litla líf að fara þangað- þvílíkar horrarsögur hef ég heyrt af því “þorpi” Nei ég segi svona. Við fórum í smá teiti hjá vinum Ásdísar og svo lá leiðin í Hlégarð. Það var alveg ótrúelga gaman. Ég hitt nokkra sem að ég kannaðist við, alltaf gaman að hittast á alvöru balli. Við tókum svo bara taxi heim saman nokkrar og það var gott að komast í bólið.

Annars er helgin bara búin að vera fínt. Við gerðum líka stórkaup í Ikea og nú er allt að verða svo fínt og flott hjá okkur. Mér tókst að kaupa nýja heimasíma líka, svo nú er loksins hægt að hringja í mig… vei vei vei.

En allavega, skólinn á morgun; starfsþjálfun—spennó!

Skellibjellan

Leave a comment